Flatey á Breiðafirði er mikil náttúruperla og menningarafurð Íslands. Gjöful fiskimið liggja allt í kringum eyjuna og má með sanni segja að Flatey sé gjöful matarkista og ljúft er að njóta ferskra afurða þar úr firðinum. Hótel Flatey er staðsett í miðju gamla þorpsins í Flatey og útsýnið út frá hótelinu er eins og lifandi málverk af náttúraparadís sem á sér enga líka. Húsin í gömlu miðstöðinni eru timburvirki frá fyrir velmegnunartímum eyjunnar og flest þeirra hafa verið endurreist í sínum upprunalega stíl. Á hótelinu er finna margar leyndardóma eyjunnar, matarástríðuna, frumlegu kokteilana og mannlífið sem þar hefur blómstrað í áranna rás.
Hótel Flatey er staðsett í miðju þorpsins á einstökum útsýnisstað./Ljósmynd Golli.
Sjöfn Þórðar heimsækir Hótel Flatey og fær fólkið sem þar stendur vaktina, hver á sínu sviði, til svipta hulunni af leyndardómum eyjunnar og hótelsins. Fyrst hittir Sjöfn Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóra Minjaverndar sem einnig er einn þeirra aðila sem stendur að rekstri Hótel Flateyjar og Sigríði Heiðar ráðgjafa og fær innsýn í sögu hússins, hótelsins og starfsemina.
Þekkir nánast hverja einustu fjöl í híbýlum hótelsins
„Fuglarnir, kyrrðin, sjórinn, tímaleysið og mannfólkið er það sem heillar hér úti í Flatey,“segir Þorsteinn en hann ásamt konu sinni, Ingibjörgu Ástu Pétursdóttur, eiga líka hús á eyjunni og hafa unnað sér vel í uppbyggingunni á Hótel Flatey. „Þegar eina gistihúsið í Flatey hætti tók Minjavernd að sé uppbyggingu pakkhúsanna og þessi þrjú gömlu veðurbörnu hús gengi endurnýjun lífdaga sem hótel og veitingastaður,“ segir Þorsteinn sem þekkir nánast hverja einustu fjöl hótelsins.
Tónlistar,- og menningarlífið blómstrar út í Flatey
„Hér er mikið líf og margir leggja leið sína hingað í leit af kyrrð og ró og losna undan áreiti hins daglega amsturs,“segir Sigríður og nefnir jafnframt að það sem mikið fjölskyldur jafnt sem vinahópa og vinnuhópa sem koma á hótelið til njóta við hvers kyns tilefni. „Svo eru hér reglulega haldnir tónlistar,- og menningarviðburði og staðurinn heillar listafólkið sem kemur hingað í auknum mæli.“
Sjöfn Þórðar og Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistari í eldhúsinu þar sem töfrarnir gerast á Hótel Flatey.
Ferskasta hráefnið úr matarkistu Breiðarfjarðar
Maturinn sem kokkurinn framreiðir á hótelinu endurspeglar náttúru og gnæð matarkistu Breiðarfjarðar. Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistari stýrir eldhúsinu og notar ávallt ferskt hráefni úr firðinum, eins og krækling, fisk og hrogn. Einnig er hann með matjurtagarð og sækir þangað ferskt nýtt grænmeti og kryddjurtir á hverjum degi. „Matseðillinn á Hótel Flatey í sumar er töfluseðill þar sem ég er með frekar fáa rétti enn er sífellt að breyta um og nota ferskasta hráefnið sem ég kemst yfir að hverju sinni. Matur sóttur í matarkistu Breiðarfjarðar enn undir áhrifum af eldamennsku minni í New Orleans og LA,“segir Friðgeir og segir ekkert jafnast á við það að vera kokkur út í Flatey.
Sjöfn Þórðar og Pétur O. Heimisson í Saltkjallaranum á Hótel Flatey.
Kokteillinn sem gefur frá sér orku
Í Saltkjallaranum er að finna leyndardóma drykkjana og orkunnar sem eyjan gefur frá sér. Pétur Oddbergur Heimisson hefur staðið vaktina á hótelinu og nýtur þessa að töfra fram kokteil fyrir gestina. „Þessi kokteill á sér sögu og í honum er að finna jurtir úr matajurtargarðinum sem fá súrefnið og kryddið frá sjónum og töfrum Flateyjar,“segir Pétur. Sjöfn fær Pétur til að svipta hulunni af leyndardómi kokteilsins, nafninu og uppskriftinni.
Meira um leyndardóma Flateyjar í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 beint eftir Fréttavaktinni og aftur klukkan 21.00.
Teistan er langvinsælasta svíta á Hótel Flatey og útsýnið er himneskt og engu líkt.