Huggulegur píramídastandur í veisluna gleður augað

Nú styttist óðum í páskana og fermingartímabilið. Eitt af því sem er í boði á flestum hlaðborðum eru kökur og sætir bitar. Upplífgandi og huggulegur pýramídastandur fyrir franskar makkarónur og fagurkera með fjölbreyttri litasamsetningu vekur án efa lukku fermingarbarnsins og gesta.

Franskar makkarónur eru ein tegund af sætum bitum sem geta fylgt með kransakökubitum, kransaköku, fermingartertunni, bollakökunni eða Rice Krispies kransakökunni. Einnig eru súkkulaði hjúpuð jarðaber ljúffengir og fallegir bitar sem myndu njóta sín vel á slíkum standi. Standar sem þessi eru til að mynda til sölu á vefsíðunni www.amazon.com og einnig er hægt að leigja hjá mörgum veisluþjónustu fyrirtækjum svo dæmi séu tekin.