Hrokagikkurinn brynjar er orðinn eins og gústi bróðir

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiginmaður konunnar sem Sigríður Andersen braut lög með því að skipa dómara í Landsrétti, var svo grunnhygginn og hrokafullur að deila hugsunum sínum á Facebook vegna sjónvarpsumræðna frá Alþingi í gær. Hann gekk svo langt að telja að skárra hefði verið að sitja í gæsluvarðhaldi en að þurfa að hlusta á málflutning sjórnarandstöðunnar í gær.

 

Brynjar virðist sjá flísina í auga andstæðingsins en sér ekki bjalkann í auga sínu. Hann gerir lítið úr málflutningi formanns Flokks fólksins en formaðurinn tók málstað hinna fátæku á Íslandi eins og hún hefur oft gert. Brynjar skilur vanda þeirra greinilega ekki. Hann starfaði sem hæstaréttarlögmaður áður en honum skolaði inn á þing. Hann var búinn að græða svo mikið á lögmannsstörfum eftir hrunið að hann hafði þá efni á að gerast þingmaður eins og hann sagði víða glaðhlakkalegur á mannamótum. Svo er ekki verra að hafa komið eiginkonunni að sem dómara í Landsdómi, þó hún hafi ekki talist hæf. Í tengslum við þá ólögmætu skipan hafði Brynjar sætaskipti við dómsmálaráðherra á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þannig að hún hækkaði um sæti. Skemmtileg tilviljun – eða hvað? En fátækt hrjáir ekki heimili Brynjars og dómarans og því er hægt að tala niður til formanns Flokks fólksins sem gætir hagsmuna þeirra sem verr eru settir í þjóðfélaginu.

 

Hroki Brynjars er sorglegur. Hann var ekki svona þegar okkur gafst kostur á að kjósa hann í prófkjöri á sínum tíma. En valdastaðan í þinginu hefur breytt honum. Eða er það ef til vill sú upplifun hans að vera næsta valdalaus í þinginu þrátt fyrir öll stóryðrin sem hann hefur látið út úr sér í seinni tíð? Þeir sem þekkja til þeirra bræðra úr Hlíðunum hafa áhyggjur af því að Brynjar sé að líkjast Gústa bróður enn meira. Gústi hefur þó komið heiðarlega fram og viðurkennt að hann sé öfgamaður á sviði stjórnmála og almennrar fyrirlitningar á fólki.

 

Við sem njótum þeirra forréttinda að geta slökkt á sjónvarpinu þegar umræður eru frá Alþingi þurfum ekki að grípa til líkinga eins og Brynjar gerði svo ósmekklega þegar hann líkti setu á þinginu við gæsluvarðhald. Ef þetta er honum svona mikil raun má benda honum á einfalda lausn sem er að segja af sér. Alþingi gæti alveg lifað það af.

 

Rtá.