Með hraðasta internetið á íslandi

Hið svokallaða ,,Speedtest” er vel þekkt á meðal netnotenda en það hefur lengi verið notað til að kanna mælikvarða á gæðum internettenginga, svo sem \"\"hversu lengi það tekur að hlaða inn vefsíður og annað efni. Rekstraraðili Speedtest er fyrirtækið Ookia, sem á dögunum veitti fjarskiptafyrirtækinu Hringdu, viðurkenningu fyrir hraðasta internetið á Íslandi.

Ýmsir þættir spila inn í hraðamælingar sem þessar, allt frá gæðum netbeina, tækjum notenda og netsnúrum yfir í tegund tenginga og mælipunkta.

Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu, segir að Hringdu leggi mikið upp úr því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á góðan endabúnað og háhraða sambönd, enda séu kröfur neytenda um betri sambönd að aukast og svo muni verða áfram á komandi árum, m.a. vegna tilkomu fleirri nettengdra tækja á hverju heimili.

 ,,Við erum því virkilega stolt af þessari viðurkenningu,\" segir Kristinn.

Hringdu er í einkaeigu íslenskra aðila, meðal annars Jóns von Tetzchner stofnanda Opera Software.