Á einstökum stað í hjarta Grafarvogs, í fallegu og stílhreinu einbýlishúsi með himnesku útsýni yfir Viðey, Kollafjörðinn, Esjuna og fallega fjallasýn býr Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar. Sjöfn heimsækir Soffíu Karlsdóttur og fær innsýn í heimilisstíl hennar og fjölskyldunnar. Heimilisstíll Soffíu er afar heillandi, þar sem listfengi þeirra hjóna ber þess sterk merki. Þau fóru í miklar breytingar þegar þau fjárfestu í húsinu fyrir örfáum árum og fengu til sín arkitektana Kristján Eggertsson og Theresu Himmer til að hanna allt opna rými hússins, eldhúsið, borðstofuna, stofuna og bókastofuna með glæsilegri útkomu.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.