Rithöfundurinn Hrafn Jökulsson greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann berst við æxli í hálsi. Hrafn segir að um flöguþekjukrabbamein sé að ræða og að það sé komið á 4. stig, B – sem er hæsta mögulega stigið.
„4. stig C er ekki til – svo ég fer beint í úrslitaleikinn,“ skrifar Hrafn.
Hann segir að fram undan sé lyfja- og geislameðferð til að halda krabbameininu í skefjum. Hrafn kallar æxlið Surtlu og „litla skrímslið.“
Þrátt fyrir að batalíkur séu hverfandi segist hann vera þakklátur fyrir að fá tækifæri til að berjast við „Surtlu.“
„Ég bað Skapara minn fyrir löngu að láta ekki dauðann koma eins og þjóf að nóttu – fyrst skyldum við stíga saman dans,“ segir Hrafn.
Sjá má færslu Hrafns á Facebook hér að neðan.

Mynd/Skjáskot