Á nýafstöðnu ASÍ-þingi kom skýrt fram að Ragnar Þór Ingólfsson á ekki miklu fylgi að fagna í verkalýðsforystunni þó hann gegni formennsku í VR nú um stundir.
Ragnar Þór ætlaði að verða fyrsti varaforseti ASÍ eins og margir fyrrverandi formenn VR hafa verið, síðast Ólafía Rafnsdóttir sem hann feldi í kosningu.
Þegar á þingið sjálft var komið skynjaði Ragnar, sér til undrunar, að hann hafði nær engan stuðning í embætti varaforseta. Hann ákvað því að draga framboð sitt til baka “til að tryggja frið og samstöðu.”Flestum þótti það fyndin yfirlýsing því hann fer alltaf fram með illindum og ófriði!
Þegar kom að kosningu í miðstjórn ASÍ náði Ragnar Þór einungis 9. sæti af 12 sætum sem kosið var um. Það var niðurlægjandi fyrir formann stærsta launþegafélags landsins að vera svo aftarlega á merinni.
Ástæðan fyrir þessari dræmu eftirspurn eftir Ragnari Þór er sú að fólk er almennt búið að sjá gegnum hann. Ragnar hefur ekkert uppbyggilegt fram að færa. Hann vill einungis rífa niður og fólk styður ekki slík vinnubrögð.
Nú styttist í formannskosningar í VR eftir næstu áramót. Ragnar var kjörinn með einungis 10% atkvæða fyrir tveimur árum. VR fólk hlýtur að vakna tímanlega til að tryggja að nýr formaður VR verði kjörinn. Einhver sem setti hag félagsmanna í forgang en ekki niðurrifspólitík Ragnars Þórs Ingólfssonar sem beið skipbrot á þingi ASÍ.
Öfgafólkið í launþegahreyfingunni er byrjað að reka sig á veggi.
Fall Ragnars Þórs í byrjun næsta árs mun marka tímamót. Það styttist í þau.
Rtá.