Í tilefni 90 ára afmæli Bestlite 90 lampaseríunnar, kynnir GUBI sérstaka útgáfu af nikkelhúðuðum lömpum með fallega snúnum rafmagnsvír í fjórum mismunandi gerðum: BL1 borðlampa, BL3 gólflampa, BL5 og BL7 vegglömpum, hver og einn lampi verður merktur sem númeruð sérútgáfu. Afmælisútgáfan kemur með fallegri nikkel áferð sem undirstrikar einfaldleikann hjá Bestlite. Nikkelið gefur einkennandi gylltan blæ sem færir hlýju og glæsileika í afmælisútgáfu lampanna. Takmarkað upplag af afmælisútgáfu af hinum heimsþekktu Bestlite 90 lömpunum.
Bestlite gólflampinn BL3.
Danskt hönnunarhús
GUBI er danskt hönnunarhús sem hefur hlotið alþjóðlega athygli fyrir hönnun sína, fagurfræði og gæði. GUBI hönnun sameinar fortíð og nútíð, fegurð og notagildi með framleiðslu á fáguðum vörum eftir þjóð- og heimsþekkta hönnuði sem og arkitekta.
Bestlite borðlampinn BL1.
Vinnustofulampi Churchill í Whitehall
Hannaður af Robert Dudley Best árið 1930, Bestlite BL1 borðlampinn er eftirsótt hönnun um allan heim með sterka tilvísun í Bauhaus. Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Stóra-Bretlands, valdi persónulega Bestlite BL1 borðlampann fyrir skrifborðið sitt í Whitehall þar sem hann hugsaði meðal annars bardagaáætlanir í síðari heimsstyrjöldinni. Sögusagnir herma jafnframt að Churchill hafi jafnvel tekið lampann með sér í óteljandi ferðir sínar um heiminn. Þessi lampi varð stóra byltingin fyrir Bestlite sem hefur gert hann að hönnunar klassík í dag. Mínimalisminn er áberandi hönnunni gerir það að verkum að hann hentar fullkomlega á hvaða skrifstofu sem er heima, vinnusvæði, í skapandi rýmum eða jafnvel sem lýsingu við náttborðið þitt eða í stofunni.
Bestlite vegglampinn BL5.
Hannaður árið 1930
Bestlite-lampinn var hannaður árið 1930 af enska hönnuðinum Robert Dudley Best sem þykir einn af merkari hönnuðum 20. aldarinnar. Hönnun Bestlite er mjög innblásin af Bauhaus og sameinar glæsilega og einfalda hönnun með sterkra áherslu á virkni. Armur lampans gerir notandunum kleift að stilla ljósgjafa bæði lárétt og lóðrétt.
Lampinn hefur verið í framleiðslu allt frá því að hann var hannaður og telst vera tímalaus hönnun. Upphaflega var lampinn notaður á ýmsum verkstæðum og seinna meir af arkitektum en lampinn tryggði sér fótfestu og frægð þegar Winston Churchill sagðist vera sérlega hrifinn af lampanum. Lampinn er víða notaður í dag um allan heim, á skrifstofum, hótelum og jafnframt á heimilum. Árið 1994 tók Gubi við réttinum til að framleiða Bestlite seríuna og lampinn er framleiddur í nokkrum útgáfum sem borðlampi, standlampi, vegglampi og loftljós.
Bestlite vegglampinn BL7.
Myndir frá Gubi hönnunarhúsinu.