Hönnun er upp­lifun, ég leita eftir jafn­vægi og gleði í hönnun

Innan­húss­arki­tektinn Katrín Ís­feld opnaði ný­verið sitt eigið stúdíó við Bríetar­tún 9-11 í glæsi­legum húsa­kynnum á fyrstu hæð sem ber heitið Katrín Ís­feld Hönnunar stúdíó. Sjöfn Þórðar heim­sækir Katrínu í stúdíóið og fær inn­sýn í hönnunina á stúdíóinu og á­herslur Katrínar í innan­húss­hönnun.

Katrín sér­hæfir sig bæði í stærri og smærri verk­efnum fyrir heimili og opin­bera staði og nýtur sín í ó­líkum verk­efnum sem hvert og eitt hefur sína á­skorun.

„Ég legg mikinn metnað í að árangur hvers verk­efnis falli að því um­hverfi sem það er í og endur­spegli sér­stakan stíl sem er bæði frum­legur og klassískur,“ segir Katrín og hefur ást­ríðu af starfi sínu. Þegar á að hanna rými fyrir heimili segir Katrín að það sé mikil­vægt að kynnast per­sónunum sem þar búa til þannig að per­sónu­leiki þeirra fái að njóta sín í hönnuninni.

„Hönnun er upp­lifun, ég þori á­vallt að leita eftir jafn­vægi og gleði í hönnun,“ segir Katrín og hefur líka gaman að því að leika sér með lita­pallettur sem brjóta upp hið hefð­bundna. Katrín flytur einnig inn ítalskar inn­réttingar frá Arri­tal sem eru fyrsta flokks gæða hönnun og má sjá brot af þeirri hönnun í stúdíóinu sem fanga augað. Um er að ræða stíl­hreinar og vandaðar inn­réttingar sem sam­eina nota­gildið og fagur­fræðina með hrífandi út­komu. Sjón er sögu ríkari.

Missið ekki af á­huga­verðu inn­liti í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.