Rauðrófuflögur - Með edikbragði
- 1 – 2 stk meðalstórar rauðrófur
- ½ dl hvítvínsedik
- ½ dl sítrónusafi
- Sjávarsalt eftir smekk
Hitið ofn í 150°C
Sneiðið rauðrófuna í eins þunnar skífur og þið getið.
Gott er að nota mandolin til að sneiða í jafnar og fallegar skífur.
Blandið hvítvínsediki og sítrónusafa saman í skál.
Dýfið sneiðunum í edikblönduna og raðið á bökunarplötu.
Kryddið með örlitlu sjávarsalti.
Bakið í um það bil 20-30 mínútur. Fylgist vel með skífunum. Það fer eftir þykkt þeirra hversu lengi þarf að baka þar til þær verða stökkar.
Með basil-hvítlauksbragði
- 1-2 stk meðalstórar rauðrófur
- 2-3 msk basilolía
Hitið ofn í 150°C
Sneiðið rauðrófuna í eins þunnar skífur og þið getið.
Gott er að nota mandolin til að sneiða í jafnar og fallegar skífur.
Berið örlítið af basilolíublöndunni á skífurnar og raðið á bökunarplötu.
Bakið í um það bil 20-30 mínútur. Fylgist vel með skífunum. Það fer eftir þykkt þeirra hversu lengi þarf að baka þar til þær verða stökkar.
Basilolía
- 1 handfylli fersk basilíka
- 2 hvítlauksrif
- 2 dl kaldpressuð ólífuolía
Blandið öllu hráefninu saman í blandara.
Brokkólísnakk
...fljótgert og meinhollt!
- 1 höfuð brokkólí
- 2 msk kókosolía
- 1 msk tamari sósa eða sojasósa
- Sjávarsalt eftir smekk
Skerið brokkólí í munnbita
Bræðið kókosolíu á pönnu og bætið tamari sósu við
Steikið brokkólí í 2-3 mínútur
Hér getið þið horft á þættina í heild sinni