Íslenskir netverjar hneyksla sig nú á Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni almannavarna og þeim skýringum sem hann gaf í gærkvöldi á því hvernig hann og eiginkona hans hefðu smitast af COVID-19.
Víðir tjáði sig sjálfur um það hvernig hann smitaðist á samfélagsmiðlum í gær. „Frá því faraldurinn kom til landsins höfum við hjónin þrengt verulega þann hóp sem við höfum umgengist. Það gerðum við til þess að lágmarka áhættu á því að bera smit á milli.
Þó gerðist það að við smituðumst og þegar það var staðfest var ljóst að fólk í okkar nánasta umhverfi var útsett fyrir veirunni,“ segir Víðir í færslunni en ekki hefur tekist að komast að því hvar eiginkona hans smitaðist. Hann segir að vel hafi verið passað upp á fjarlægðatakmarkanir en ekki nógu vel hugað að snertiflötum og segir Víðir að smit annarra sýni hversu smitandi veiran er.
Sjá einnig: Fimm til viðbótar úr nærumhverfi Víðis smitaðir: „Þungbært að þetta sé staðan“
Heimili Víðis eins og Hlemmur
Ljóst er að færsla Víðis hefur farið öfugt ofan í marga. Þannig deilir Hjördís B. Ásgeirsdóttir frétt DV af opinberun Víðis inni á Facebook hópnum Kórónuveiran COVID-19. Hún segist vera hneyksluð.
„Ég á ekki til orð! Maðurinn hefur verið að ítreka á hverjum degi við almenning að halda sig sem mest heima. Ekki hittast, nota frekar síma og tala saman á netinu í mynd. Mér finnst ekki skipta máli hversu "vel" var gætt að smitvörnum, þegar hann hefur ítrekað sagt við almenning að vera ekki að hittast. Hvað gerir hann svo...“ spyr Hjördís og rifjar það upp.
„Þetta eru bara á laugardeginum:
*Hjónin sem gista (koma til Reykjavíkur til að sækja læknaþjónustu)
*Dætur hjónanna sem gistu (hve margar?)
*Vinkona
*Börn Víðis (hve mörg) tengdadóttir og barnabarn
*Önnur vinahjón um kvöldið.
Hann er algjörlega búin að toppa þetta!“ skrifar hún.
Sjá einnig: Grét þegar hún heyrði að Víðir væri smitaður
„Flestir hafa reynt að fara eftir tilmælum hans og fylgja sóttvarnareglum og það hefur reynst þeim verulega þungbært. Eins og allir vita hversu þungt þetta legst á þjóðina.
Mér getur ekki annað en fundist það vera mjög ósvífið af honum að segja að honum finnist staðan vera þungbær þegar hann leyfir sér svo að hitta alla fjölskylduna og vini líka.
Þetta gerist á venjulegum laugardegi hjá honum, ekki jólunum, á þeim tíma sem það skiptir miklu máli fyrir margar fjölskyldur að geta notið jólanna saman..
Heimili Víðis er eins og Hlemmur. Renneríið er svakalegt á einum degi. Hann er ekki einu sinni að fylgja eftir sóttvarnareglunum sjálfur. Þetta er svakaleg vanvirðing gagnvart fólkinu í landinu. Hann sýnir vítavert kæruleysi. Þetta er skandall!“
Í athugasemdum við færslu Hjördísar má sjá að fólk er alls ekki sammála um málið. Einhverjir furða sig á hátterni Víðis á meðan aðrir koma honum til varnar, benda á að hann sé mannlegur og segja hann mann meiri að hafa viðurkennt mistök sín að fullu.
Tvöfalt fleira fólk en Aldís hefur hitt síðan í september
Hjördís er ekki sú eina sem er gáttuð á aðstoðaryfirlögregluþjóninum. Aldís Coquillon hefur máls á þessu á Twitter.
„Víðir hefði betur hlýtt Víði og ekki fengið 12 gesti í heimsókn til sín á 48 klukkustundum. Það er bókstaflega tvöfalt fleira fólk en ég hef leyft mér að hitta síðan í september.“
Þá segir Stefán Máni, rithöfundur á miðlinum: „Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?“
Víðir hefði betur hlýtt Víði og ekki fengið 12 gesti í heimsókn til sín á 48 klukkustundum. Það er bókstaflega tvöfalt fleira fólk en ég hef leyft mér að hitta síðan í september. pic.twitter.com/vFxpTaDVTV
— Aldís Coquillon (@aldis_asgeirs) November 28, 2020
Plot twist. Hann var að grínast. pic.twitter.com/3gGnTdFmdn
— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) November 28, 2020
Right?? Erum við ekki öll að hugsa þetta? Ég beið eftir því að heyra einhverja gagnrýni á þetta en... hún hefur allavega farið framhjá mér.
— Aldís Coquillon (@aldis_asgeirs) November 28, 2020
Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) November 29, 2020