Hlýlegt eldhús Katrínar þar sem gamli og nýi tíminn mætast

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mikil fjölskyldumanneskja og líður best heima í faðmi fjölskyldunnar. Hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, hafa búið sér fallegt heimili sem á sér sterka skírskotun í æsku Katrínar. Katrín segir að hjarta heimilisins slái í eldhúsinu og þar eigi fjölskyldan iðulega sínar bestu samverustundir. Sjöfn Þórðar heimsækir Katrínu í eldhúsið á heimili hennar og fær Katrínu til ljóstra upp leyndardómum eldhússins. En það fyrsta sem vekur eftirtekt þegar inn kemur er eldhúsinnréttingin sem fangar augað og er mikil nostalgía, það er eins og við séum komin aftur til fortíðar, gamla tímans.

M&H Katrín Jakobsdóttir og Sjöfn Þórðar.jpg

„Eldhúsinnréttingin var teiknuð af vinkonu minni Evu Huld Friðriksdóttur þegar við fluttum inn og smíðuð fyrir okkur. Ætlunin var að tengja við eldhúsinnréttingar sjötta áratugarins enda er húsið byggt þá og ég alin upp í íbúð frá þeim tíma,“segir Katrín. Katrín vill hafa hlýlegt kringum sig og þannig finnst henni eldhúsið vera, hlýlegt og gott að vera þar. „Það má segja að hér renni saman gamli og nýi tíminn,“segir Katrín.

Meira um leyndardóma eldhússins og leynitrixin hennar Katrínar í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H Eldhús Katrín Jakobsdóttir2609.jpg