Mikill samdráttur varð í heildarviðskiptum á bæði hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði í apríl samanborið við mars. Einnig varð samdráttur á hlutabréfamarkaði milli ára en viðskipti með skuldabréf tvöfölduðust milli ár.
Nasadaq Iceland birti í dag viðskiptayfirlit fyrir apríl.
Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um 1,9% í apríl og stendur nú í 2.657 stigum
Heildarviðskipti með hlutabréf í apríl námu 54,4 milljörðum eða 3.400 milljónum á dag. Það er 13% lækkun frá fyrri mánuði, en í mars námu viðskipti með hlutabréf 3.902 milljónum á dag. Milli ára drógust viðskipti saman um 23% (viðskipti í apríl 2022 námu 4.432 milljónum á dag).
Mest viðskipti í mánuðinum voru með bréf Arion banka (ARION), 7,1 milljarðar, Marel (MAREL), 6 milljarðar, Icelandair Group (ICEAIR), 5,9 milljarðar, Alvotech (ALVO), 5,7 milljarðar og Íslandsbanka (ISB) 4,2 milljarða.
Heildarfjöldi viðskipta með hlutabréf í apríl voru 7.340 talsins eða 459 að jafnaði á dag. Það er 19,1% lækkun frá fyrri mánuði, en í mars voru viðskipti með hlutabréf 567 að jafnaði á dag. Milli ára hækkaði fjöldi viðskipta um 0,4% (í apríl 2022 voru viðskipti með hlutabréf 457 að jafnaði á dag).
Flest viðskipti í mánuðinum voru með bréf Alvotech (ALVO), 2.146, Icelandair Group (ICEAIR), 828, Marel (MAREL) 514, Íslandsbanka (ISB) 468, og Arion (ARION) 442.
Á Aðalmarkaði var Arion banki með mestu hlutdeildina, 21,8%, Fossar fjárfestingarbanki með 20,9% og þar á eftir kom Kvika banki með 17,9%.
Í lok apríl voru hlutabréf 29 félaga skráð á Aðalmarkað og Nasdaq First North á Íslandi. Nam heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 2.592 milljörðum króna í lok mánaðarins (samanborið við 2.658 milljarða í lok mars).
Skuldabréf:
Heildarviðskipti með skuldabréf námu 126,9 milljörðum í apríl sem samsvarar 7,9 milljarða veltu á dag. Það er 29% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í mars námu 11,2 milljörðum á dag). Milli ára jukust viðskipti um 125% (viðskipti í apríl 2022 námu 3,5 milljörðum á dag).
Alls námu viðskipti með ríkisbréf 104,2 milljörðum og viðskipti með bankabréf 17,4 milljörðum. Mest viðskipti voru með RIKB 31 0124 (24,1 milljarðar), RIKB 28 1115 (19,7 milljarðar), RIKB 42 0217 (14 milljarðar), RIKB 23 0515 (11,1 milljarðar) og RIKS 26 0216 (8,2 milljarðar)
Á skuldabréfamarkaði var Kvika banki með mestu hlutdeildina, 24,1%, Íslandsbanki með 19,6% og Fossar fjárfestingarbanki þar á eftir með 17,5%.
Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% í apríl og stendur nú í 1.704 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 0,2% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 2,8%.