Hiti í umræðum um skrif Kol­brúnar - Ei­ríkur æfur: „Ó­smekk­legt og ekki fyndið“

Ei­ríkur Rögn­valds­son mál­fræðingur er allt annað en sáttur með pistill Kol­brúnar Berg­þórs­dótturí Frétta­blaðinu í dag.

Pistilinn var til um­ræðu í Mál­spjallinu á Face­book og er ljóst að skrifin hafa valdið ein­hverjum usla.

Kol­brún skrifaði um tungu­málið okkar og þær breytingar sem hafa orðið á því á undan­förnum árum; einkum þá stað­reynd að málið er hægt og bítandi að verða kyn­hlut­laust.

„Sú sem þetta skrifar hefur á­kveðið sem blaða­maður að fylgja þessu og forðast orð í karl­kyni eins og heitan eldinn, en eins og al­kunna er þá er tungu­málið illa smitað af karl­rembu, eigin­lega út­bíað. Úbs, af­sakið mig, sú sem þetta skrifar ruglaðist illi­lega og ætlaði að segja að hún hafi „á­kveðið sem blaða­kona“

Ei­ríkur segir þetta grín ekki vera fyndið: „Mér finnst ó­­smekk­­legt og ekki fyndið að hæðast að mál­­notkun og mál­beitingu fólks. Það er eðli­­legt að skoðanir séu skiptar um mál­breytingar í átt til kyn­hlut­­leysis en skrif af þessu tagi eru ekki til þess fallin að efla mál­efna­­lega um­­ræðu,“ segir Ei­ríkur.

Fjöl­miðla­maðurinn Egill Helga­son kemur hins vegar Kol­brúnu til varnar og segir að um háð sé að ræða.

„Þetta er nú bara skemmti­legur háð­pistill – og eins og hún Kolla bendir á, þá er gríðar­lega erfitt að nota hið svo­kallaða mál beggja kynja án þess að reka mjög fljótt í vörðurnar. Og svo er til fólk sem telur sig hafa vald á mál­breytingum en hefur það ekki. Til dæmis sagði í pistli um at­riði á Lista­há­tíð í út­varpinu um daginn – „hán þekkta lista­kvár“. Þetta er auð­vitað vit­laust – þarna er „hán“ notað sem laus greinir en per­sónu­for­nafn,“ sagði Egill.

Pistill hefur verið til um­ræðu víðs vegar á netinu í dag og hafa margir tekið honum fagnandi á meðan aðrir saka Kol­brúnu um að reyna vekja úlf­úð á kyn­hlut­lausum ein­stak­lingum.