Alla langar til að geta framreitt hina fullkomnu steik á grillinu og enn skemmtilegra að geta framreitt gómsætt meðlæti sem toppar máltíðina. Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson eru margverðlaunaðir matreiðslumenn sem eiga og reka Sælkerabúðina eru liprir á grillinu og luma á töfraráðum þegar kemur að því að grilla. Þeir félagar gáfu til að mynda út bókina GRILL í sumar. Sjöfn heimsækir þá félaga á pallinn og fær þá til að gefa góð ráð fyrir grill- og eldunaraðferðir og töfra fram hina fullkomnu steik ásamt meðlæti sem enginn stenst.
„Við elskum báðir að grilla og grillum alla ársins hring,“segja þeir Hinrik og Viktor og leggja jafnframt mikið upp úr því að vera með grillað meðlæti líka. „Hér erum við með Tom Hawk steik á grillinu og ætlum að gera hana trufflaða í lokin. Upplagt er að grilla allt meðlætið líka, bæði kartöflurnar með nýjum hætti og grænmetið, þá náum við fram svo gómsætu grillbragði sem enginn stenst.“
Missið ekki af lifandi og skemmtilegri heimsókn á pallinn við funheit grillið þeirra félaga í kvöld í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Tom Hawk steikin slær öll met hjá þeim Hinrik og Viktori.
Volga kartöflusalatið sem kemur bragðlaukunum á flug.