Hinn fullkominn morgunverður – rjómaþeytt jógúrt á hæstu hæðum

Hér erum við komin með hinn fullkomna morgunverð eða jafnvel hádegisverð eða millimál. Þessi frábæra samsetning með rjómaþeytta jógúrtinu er líka sniðug til að setja í minni ílát og hafa á morgunverðarhlaðborði stórfjölskyldunnar eða í dögurðinn.

„Þessi rjómaþeytta gríska jógúrt var svo góð að það var slegist um skálarnar hér á þessu heimili,“segir Berglind Hreiðars okkar og bæti því við að það muni ekki líða að löngu þar til hún gerir þessa dásemd aftur. Hægt er að fylgjast með Berglindi á bloggsíðunni hennar Gotterí og gersemar.

M&H Grisk-jogurt-2-683x1024.jpeg

Rjómaþeytt jógúrt

Dugar í 4-8 skálar/glös (eftir stærð)

500 g grísk jógúrt frá Gott í matinn

350 ml rjómi frá Gott í matinn

4 msk. hlynsýróp

2 tsk. vanilludropar

¼ tsk. salt

  1. Setjið allt saman í hrærivélarskálina.
  2. Blandið fyrst varlega saman og aukið síðan hraðann og þeytið þar til topparnir halda sér og blandan þykknar upp að nýju.
  3. Skiptið niður í skálar eða glös, kælið og toppið með einhverju gómsætu (hugmynd hér að neðan).

Toppur

  • Granóla
  • Jarðarber
  • Bláber
  • Saxað dökkt súkkulaði

Síðan er ávallt gaman að bera skálarnar fallegar fram og gleðja augað um leið og við gleðjum munn.

M&H Grisk-jogurt-3-683x1024.jpeg

Galdurinn við að lyfta þessari jógúrt uppá hæstu hæðir er rjóminn og toppurinn, rifið dökkt súkkulaði og fersk ber gera allt betra./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

*Allt hráefnið fæst í Bónus.