Vinsældir kampavíns hafa aldrei verið meiri en nú hér á landi og með hækkandi sól og sumri má gera ráð fyrir að vinsælt verði að skála í freyðandi kampavíni. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld hittir Sjöfn Þórðar Gunnlaug P. Pálsson kampavínssérfræðing sem er sérfróður um kampavín og kampavínshéruðin í Frakklandi á veitingastaðnum Apótekinu Kitchen & bar. Gunnlaugur fræðir Sjöfn um gæða kampavínin frá Bollinger sem spáð er að muni slá í gegn í sumar.
„Sérstaða Bollinger er að allt þeirra vín er að upplagi mest Pinot Noir og undanfarið hafa komið nokkrar týpur frá þeim sem undirstrika það,“ segir Gunnlaugur og bætir við að kampavín er oftast gert úr þrúgunum Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier.
Þegar kemur að því að velja fordrykk er Gunnlaugur á því að Bollinger sé hinn fullkominn fordrykkur þar sem ferskleikinn æsir upp hungrið og ferskar upp bragðlaukana, frábært vín með öllu sjávarfangi, klassískt með humri og kavíar en vegna eikar gerjunarinnar þá hefur vínið það mikinn kraft að það er vel drekkanlegt með öllu ljósu kjöti. „Í dag er miklu meira um að kampavín sé parað með mat og þykir það gera matarupplifunina enn betri,“ segir Gunnlaugur.
Sjöfn fær að njóta visku og fróðleiks Gunnlaugs um kampavínhúsið Bollinger og kitla lyktar- og bragðskynið af hinum ljúfa anga sem kampavínið hefur upp á að bjóða.
Missið ekki að áhugaverðum og spennandi þætti um eitt hið virtasta kampavínshús í heiminum og því sem koma skal í sumar.
Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 20.00. Athugið breyttan sýningartíma vegna kosningaþáttarins á undan.
Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: