Hinn fágaði jólaórói frá georg jensen 2019 er kominn

Senn líður að jólum og jólahönnunar vörurnar streyma í verslanir. Jólaóróinn 2019 frá George Jensen er kominn til landsins og í ár er hann hannaður af Sanne Lund Traberg. Í ár er það hjartalaga órói sem gleður. Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól. Það má með sanni segja að jólaórinn frá Georg Jensen sé mikið augnakonfekt og setji fágað yfirbragð þar sem hann hangir og skreytir heimilin á stílhreinan hátt.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2019 fæst meðal annars í Epal og kostar 6.800 kr. Óróanum fylgir bæði sérstakur ljósblár borði ásamt klassíska rauða borðanum.