Flest okkar þekkjum það vel að vera stundum í tímaskorti eða með of mörg verkefni í takinu þegar kemur að eldamennskunni um hátíðarnar og langar að framreiða eitthvað ómótstæðilega ljúffengt sem kitlar bragðlaukana sem tekur stutta stund. Verslunin Bónus er komin með fjölbreytt úrval af tilbúnum réttum og meðal annars glæsilega og fjölbreytta súpulínu. „Þegar við þurfum eitthvað fljótlegt og þægilegt sem hægt er að framreiða á skömmum tíma, yfir hátíðarnar eða viljum bæta við sem forrétt, á girnilegan máta til tilvalið að kippa pakka úr súpulínu Bónus. Ég prófa humarsúpuna með tvenns konar tvisti og meira til í þættinum mínum í kvöld,“segir Sjöfn.
Hægt er að gera humarsúpuna að sinni með því að blanda í hana sínu uppáhalds sjávarfangi og bera hana fram á aðlaðandi máta. „Ég bæti við humarsúpuna mínu uppáhalds sjávarfangi, skelfléttum humri frá Norðanfiski sem ég léttsteikti á pönnu áður enn hann var framreiddur með súpunni.“ Sjöfn útfærir humarsúpuna líka í hátíðarbúning með risarækjum og fleira góðgæti sem gleður sælkerahjartað.
Meira um hátíðarsúpurnar hjá Sjöfn í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld.