Himneskt ostasalat

Til eru margar gerðir af ostasalati en þó finnst mér þessi uppskrift bera af. Í tilefni páskanna er alltaf gott að eiga eitthvað til að bera á borð ef gestir koma óvænt í heimsókn nú eða bara fyrir saumaklúbbinn eða hvert annað tilefni. Reyndar þykir mér ekki þurfa tilefni til að gera þetta ostasalat því eins og ég segi er þetta ómótstæðilega gott og tala mínar vinkonur um að þær hafi aldrei smakkað jafn gott salat enda skylduréttur þar sem saumaklúbburinn minn kemur saman.

Ostasalat

  • Hálf dós af majonesi
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1/2 blaðlaukur
  • Mikið af rauðum vínberjum
  • 1 stk mexíkó ostur
  • 1 stk hvítlauks ostur

Allt hráefni er skorið niður í smátt, sett í eina skál og hrært saman.

Ostasalatið er sérstaklega gott með Ritz kexi eða jafnvel snittubrauði.

Uppskriftir þurfa ekki að vera flóknar til að verða góðar :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

Díana Íris