Það er aðeins um það bil eitt ár síðan Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditori, sem er að alla jafna kallaður Gulli Arnar, opnaði handverksbakaríið sitt í Flatarhrauni í Hafnarfirðinum sem ber einfaldlega heitið Gulli Arnar. Um helgina er hann með pop-up þar sem boðið er uppá frægasta pastry rétt sem ættaður er frá Frakklandi, í hjarta Parísar, Eclair með þremur mismunandi fyllingum og croissant fléttu með mjólkursúkkulaði og heslihnetufyllingu. Það má með sanni segja að hér sé á ferðinni ómótstæðilegir pastry réttir sem bráðna í munni og ekki nokkur sælkeri stenst. Þvílík upplifun að njóta þessara kræsinga, fegurðin, áferðin, bragðið, ólýsanlega sælkeraupplifun sem enginn gleymir.
Gulli Arnar er afar listrænn bakari og konditori og er iðinn að töfra fram sælkera eftirrétti, makkarónur, kökur og bakkelsi sem bráðnar í munni og gleðja augað. Nýjasta pop up-ið er engin undantekning.
Gulli Arnar hefur svo sannarlega blómstrað á þessu síðasta ári og hefur starfsemin vaxið ævintýralega hratt á örskammum tíma þar framboðið á sætum sælkerabitum, handverskbrauðum og bakkelsi aukist jafnt og þetta. Hann þekktur fyrir ómótstæðilega eftirrétti með frönsku ívafi, girnilegustu croissant sem hér á landi finnast svo fátt sé nefnt.
Syndsamlega ljúffenga croissant fléttan með mjólkursúkkulaði og heslihnetufyllingu./Ljósmyndir aðsendar.
Það sem er í boðið um helgina:
Pistasíu og hindberja Eclair
Þvílík fegurð og áferð.
Vanillu og mangó/passion Eclair
Kaffisúkkulaði og saltkarmellu Eclair
Croissant flétta með mjólkursúkkulaði og heslihnetufyllingu
Súkkulaði himnaríki, guðdómleg fegurð.
Nú er bara hver að verða síðustur að næla sér í þessa guðdómlegu kræsingar sem minna okkur á sælkera himnaríki.
Hægt er að fylgjast með leyndardómum Gulla Arnars bak við tjöldin á Instragram síðu hans @gulliarnar