Himnesk sítrónukladdkaka með smá tvisti sem þið verðið að prófa

Þessa himnesku sítrónukladdköku er upplagt að baka og bjóða í eftirrétt þegar mikið tilstand er aðalréttinn eða bara til bjóða uppá með helgarkaffinu. Hún er sáraeinföld í bakstri og ekki það þarf mikið hráefni í baksturinn. Baksturinn tekur örskamma stund og svo er hún svo ljúffeng. Fersk og létt undir tönn þar sem sítrusávöxturinn nýtur sín til fulls til móts við brómberin. Þessa verðið þið að prófa.

M&H Sítrónukladdkaka 2

Sítrónukladdkaka með smá tvisti

1 sítróna (upplagt að kaupa lífræna sérstaklega þegar það á að nota börkinn)

150 g smjör

3 egg

3 dl sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl hveiti

1 lúka af frosnum brómberjum (má sleppa, þá verður þetta klassísk sítrónukladdkaka)

flórsykur til skrauts

Byrjið á því að hita ofninn í175°C. Þvoið sítrónuna (ekki verra að kaupa lífrænar sítrónur, sérstaklega þegar á að nota börkinn). Fínrífið börkinn af sítrónunni og pressið út 1-2 matskeiðar af safanum. Bræðið smjörið í potti. Takið pottinn af hitanum og blandið öllum hráefnunum út í, ásamt sítrónuberkinum og 1-2 matskeiðar af safanum.

Smyrjið smelluform eða annað kringlótt með smjöri og stráið jafnvel brauðmylsnu eða kókosmjöli í það. Hellið deiginu í formið. Bakið kökuna mitt í ofninum í 18-25 mínútur. Margir baka hana í nákvæmlega 20 mínútur og finnst kakan verða alveg fullkomin við það. Þá er hún aðeins bökuð í jöðrunum en klesst í miðjunni. Látið kökuna kólna alveg áður en þið skreytið hana. Þá stráið þið flórsykri á hana til skrauts og berið fram með þeyttum rjóma. Annars eru hún ljómandi góð án rjóma.

Verið ykkur að góðu.