Súkkulaðiaðdáendur eiga eftir að elska þessa guðdómlegu frönsku súkkulaðiköku með súkkulaðibráð. Á fallegum degi er fátt betra en njóta góðra köku í góðum félagsskap og gleðjast yfir litlu hlutunum. Þessi uppskrift er einföld og listinn yfir hráefnið stuttur.
Frönsk súkkulaði kaka með súkkulaðibráð
200 g suðusúkkulaði
150 g smjör
4 stk egg
200 g sykur
1 dl hveiti
Byrjið á því að hita ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti á vægum hita. Þeytið sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni út í og þeytið örlítið. Bætið hveitinu út í og blandið varlega saman við. Hellið síðan deiginu í hringlaga form klætt smjörpappír eða smurðu með smjöri þar sem hveiti er sáldrað yfir til að tryggja að kakan renni úr forminu þegar hún er bökuð. Bakið við 180°C í um þar bil 35-40 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni sem gerir hana girnilegri. Þið getið borið kökuna fram án þess að setja súkkulaðibráð yfir hann og þá er um að gera að sigta yfir smá flórsykur þegar kakan hefur kólnað og skreyta með nokkrum jarðaberjum. Hins vegar er hún ómótstæðilega ljúffeng með súkkulaðibráðinni.
Súkkulaðibráð
150 g suðusúkkulaði eða 70% dökkt súkkulaði
70 g smjör
2-3 msk síróp
Byrjið á því að setja allt hráefnið saman í pott og bræðið við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Um að gera að bera hann fram með löðrandi súkkulaðibráðinni og það má líka skreyta kökuna með hverju sem ykkur langar til, hvort sem það eru fersk ber, sælgæti sem við á eða annað sem ykkur langar að hafa. Njótið vel
*Allt hráefnið fæst í Bónus.