Helgi pé og maríanna í helginni

Hæfilega svartur húmor Karls Ágústs Úlfssonar mun birtast áhorfendum Hringbrautar klukkan 20.00 í kvöld og þar fær Hanna Birna, Illugi, Landeyjarhöfn, Vaðlaheiðargöng, Sigmundur Davíð og Samfylkingin það alveg nægilega óþvegið í íronískum inngangsorðum.


Gestir Karls Ágústs að þessu sinni eru báðir landsfrægir listamenn, þau Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona og boðberi íslenskra bókmennta á erlendri grundu og Helgi Pétursson sem allir þekkja úr hionu rómaða Ríó tríói, en hann undirbýr nú 60 ára afmælishátíð Kópavogs, síns gamla heimabæjar en ugglaust mun Helgi rifja upp einhver bernskubrek úr bænum á hálsinum, ef til vill þegar hann sem ungur maður stundaði veiðar á lóu með góðum árangri.


Í þættinum er farið á laufléttum nótum yfir atburði vikunnar og eins hvað drifið hefur á daga gróðra gesta.


Helgin er frumsýnd klukkan 20.00 í kvöld.