Helgi Björns snýr aftur annað kvöld

Tón­listar­maðurinn Helgi Björns snýr aftur í Sjón­varp Símans annað kvöld, en eins og lands­menn vita slógu hann og aðrir góðir gestir ræki­lega í gegn í vor og í sumar með kvöld­vökum sínum á laugar­dags­kvöldum.

Helgi snýr aftur annað kvöld en undir að­eins öðrum for­merkjum og hefur þátturinn fengið nafnið „Það er komin Helgi“.

„Þátturinn sem hefst á morgun verður sam­bæri­legur fyrri út­sendingum Helga hjá Sjón­varpi Símans en þó með ögn breyttu sniði. Nú verða þættirnir ekki heima hjá Helga heldur sendir út frá Hlé­garði í Mos­fells­bæ. Helgi tekur sem fyrr á mót ein­vala liði gesta, hvort sem þeir koma úr röðum tón­listar­manna og leikara en gestalisti Helga verður hulinn miklum leyndar­hjúp og kemur ekki í ljós fyrr en í út­sendingunni hverjir eru gestir kvöldsins hverju sinni,“ segir í til­kynningu sem send var fjöl­miðlum nú í morguns­árið. Verður meira rými nú fyrir kerskni og gaman­mál.

„Okkur langaði að­eins að víkka rými sam­talsins og gefur okkur færi á smá sprelli en auð­vitað er tón­listin, sem fyrr, allt um liggjandi í þessu hjá okkur. Sú for­múla fór vel í lands­menn og engin á­stæða að breyta því,“ segir Helgi sem nú getur bætt titlinum þáttar­stjórnandi við röð titla á borð við söngvari, leikari og fram­leiðandi svo eitt­hvað sé upp talið.

Þættirnir verða sex núna í haust og hefja göngu sína eins og fram kom hér að ofan á laugar­dags­kvöld klukkan 20:00.