Hekla sviptir hulunni af nýjasta verki sínu og hvar hún sækir innblásturinn

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður sem framleiðir undir nafninu Heklaíslandi verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:

Íslenskir listamenn og hönnuðir eru iðnir við að sækja innblástur sinn í íslenska náttúru, dýra- og mannlífið sem hefur verið táknrænt fyrir þjóðina í aldanna rás. Í úthjarðri borgarinnar býr listakonan og hönnuðurinn Hekla Björk Guðmundsdóttir í stórfenglegu húsi þar sem list hennar nýtur sín til fulls. Hekla er manneskjan bak við hönnun og framleiðslu Heklaíslandi.

Sjöfn Þórðar heimsækir Heklu heim og í galleríið hennar og fræðist um söguna bak við list hennar og hönnun og hvernig allt byrjaði. Eitt af fyrstu listrænu verkum hennar var að skreyta fyrir Þorrablót í sveitinni. „Innblásturinn fékk ég úr sveitinni minni og dýralífinu en kindur hafa ávallt verið mér hugleiknar,“ segir Hekla. Hún hefur alla tíð unnið við list og sækir allan innblástur í íslenska náttúru og hefðir.

M&H - Hekla ísland.jpg

List og hönnun Heklu hefur þróast með árunum, frá því að hún byrjaði að mála málverk, mála á gjafakort og fór að hanna kerti, servíttur og aðra fallegar vörur fyrir heimilin. Kertin hennar og servíttur þekkja allir Íslendingar og eru þarfaþing á flestum heimilum þjóðarinnar fyrir hátíðleg tilefni eins og jólin og þorrablót svo fátt sé nefnt. Má þarf nefna árlega jólalínu Heklu, íslensku lopapeysuna sem er táknræn fyrir þorrablótin og kindurnar út á hól að ógleymdri lóunni.

M&H Íslandi Hekla.jpg

Hekla sviptir hulunni af glæsilegum skúlptúrum og málverkum sem prýða heimili hennar. Við fáum að sjá nýjasta verk Heklu og söguna bak við innblásturinn. „Þessi fordæmalausu tímar, tímar faraldursins, veittu mér innblástur og ég byrjaði að nýju,“ segir Hekla. Áhugaverð heimsókn til Heklu framundan þar sem við fáum að sjá hennar stórfenglega heimili sem speglar persónuleika hennar svo sterkt. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Missið ekki af áhugarverðu innliti til Heklu mánudagskvöld.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.