Heitasta heimilistækið í dag Roborock S7 ryksuguvélmenni rýkur út eins og heitar lummur og hefur aldrei verið vinsælla. Roborock ryksuguvélmennið sér um heimilið fyrir þig með mörgum snjöllum eiginleikum eins og Adaptive Mapping tækni sem sér til þess að ryksugan reikni út bestu leiðina til þess að fara um húsið þitt eða íbúð til að hámarka nýtni ryksugunnar.
Þú getur sett hana hafa stað þegar þú ferð í vinnuna og svo verður hún búin að ryksuga og moppa gólfin þegar þú kemur heim. Hún er haldin þeim eiginleikum að ryksuga og moppa sem er tær snilld og hentar íslenskum nútíma heimilum vel.
Hönnunin er framúrskarandi
Roborock S7 er með nýjum gúmmíbursta sem dregur úr flækjum og er töluvert endingarbetri en hefðbundnir gúmmíburstar. Einnig yksugan er með VibraRise hljóðbylgjutækni sem moppar betur óhreinindi. Svo er hún með skynjara sem gerir greinarmun á milli teppa og annara gólfefna.
Skannar umhverfið til hlítar
Ryksugan er jafnframt með kerfi sem skannar umhverfið og notar jöfnur til að átta sig á umhverfinu betur. Ryksugan gerir greinarmun á húsgögnum, teppum, veggjum, hornum og fleira í umhverfinu. Roborock býr til kort af heimilinu þínu og lærir að vinna betur með umhverfi sitt í hvert sinn sem mikill plús og svo er það besta. Hægt er að búa til dagskrá og tímastilla hvenær og á hvaða degi ryksugan á sjálfvirkt að þrífa heimilið.
Það má með sanni segja að heimilin séu smátt og smátt að snjallvæðast og æ fleiri heimilistæki eru orðin snjalltæki.