Það er ávallt gaman að vera boðin í matarboð þar sem gleðin er við völd og ilmurinn kitlar bragðlaukana. Sjöfn Þórðar heimsækir lífkúnsterana og gleðigjafanna Begga og Pacas heim á Álftanesið. Heimilið þeirra er ævintýraheimur út fyrir sig og upplifun að njóta þess sem augum ber. Beggi og Pacas eru þekktir fyrir að vera líflegir og skemmtilegir gestgjafar þar sem gleðin er ávallt í fyrirrúmi og kræsingarnar sem þeir bera fram nostalgía, brögðin, liturinn og ilmurinn svo freistandi fyrir auga og munn. „Við elskum að taka móti gestum og hafa gaman og Pacas er snillingurinn í eldhúsinu. Hann er svo hugmyndaríkur að útbúa framandi rétti og fjölbreytni í matargerðinni er alls ráðandi,“ segir Beggi og veit ekkert skemmtilegra en að taka á móti hópum. Sjöfn fær að njóta með þeim eina kvöldstund þar sem gleðin og matarástin blómstrar.
Sjöfn Þórðar og Beggi slá á létta strengi í heimsókninni.
Missið ekki af gleðinni hjá Begga og Pacas í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00.