Heimsókn á listrænt heimili gullsmiðs

Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.

\"\"

Baldur Arnarson,  blaðamaður á Morgunblaðinu, ræðir meðal annars um þann mikla fjölda nýrra íbúða sem kemur á markaðinn þessar vikurnar og hátt verð dýrustu lúxusíbúðanna.

\"\"

Hansína Jensdóttir gullsmiður á listrænt og frumlegt heimili sem ber þess vel merki hver þar býr. Við heimsóttum Hansínu og fengum að njóta listarinnar sem þar er að finna. Listaverk á ýmsum formum eru á heimili Hansínu og fanga augað. Einnig er gaman að sjá hvernig Hansínu tekst að samtvinna heimilið og vinnustofuna með góðri útkomu.

\"\"

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fer yfir sögu Höfða við Borgartún. Þessi sögufræga bygging komst í heimsfréttirnar þegar leiðtogafundur Gorbatsjovs og Reagans var haldinn þar árið 1986.

\"\"

Arnar Gauti Sverrisson hönnuður og fagstjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili 2019 segir okkur frá helstu áherslum sýningarinnar í ár. Áætlað er að sýningin verði hin fjölbreyttasta og meira lifandi en nokkru sinni áður.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.