Ris a la mande töfraður fram á augabragði
Sú hefð ríkir hjá mörgum að borða hrísgrjónagraut á jólunum eða grautinn sem ber hið fallega heiti Ris a la mande. Hefðinni fylgir jafnframt að fela möndlu í einni af skálum matargesta. Mikil eftirvænting ríkir gjarnan meðan beðið er eftir því að mandlan birtist í skál einhvers matargestanna.
Ómótstæðilega girnilegur djúpsteiktur kjúklingur að New Orleans Hood Style
Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi bregður út af vananum í kvöld og býður áhorfendum í eldhúsið sitt þar sem hún ætlar að útbúa djúpsteiktan kjúkling og bera fram á vöfflum að New Orleans Hood Style. Uppskriftina fékk Sjöfn hjá Friðgeiri Helgasyni matreiðslumeistara sem býr út í Los Angeles en hann hefur meðal annars verið yfirkokkurinn á Hótel Flatey síðastliðin sumur og hefur komið með ferska strauma inn í matargerðina frá New Orleans.
Enska jólakakan fullkomnuð af meisturunum í G.K. bakarí
Félagarnir Guðmundur Helgi Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson eiga og reka eitt frumlegasta bakarí landsins, G.K. bakarí á Selfossi sem hefur vakið mikla athygli fyrir ljúffengt og öðruvísi bakkelsi og kökur sem vekja kátínu og gleði hjá öllum sælkerum. Þeir leggja mikla áherslu á að nota aðeins hágæða hráefni og sækja innblástur sinn í nærumhverfið sem er einmitt sérstaða þeirra.
Syndsamlega góð Spiced White ostakaka
Í þættinum Matur og Heimili í vikunni bakaði Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður ostaköku fyrir áhorfendur sem hann gerði einnig fyrir Jólablað Fréttablaðsins. Hér fáið þið lesendur góðir uppskriftina góðu af ostakökunni sem á vel við í aðventunni og um jólin.
Jólasveinarnir bjóða Sjöfn heim í innlit
Nú styttist óðum í að jólasveinarnir fara að koma til byggða en sá fyrsti, Stekkjastaur, kemur þann 12.desember. Síðan koma þeir hver af öðrum, einn á dag, fram á aðfangadag. Jólasveinarnir þrettán búa allir á heimili foreldra sinna, Grýlu og Leppalúða ásamt jólakettinum og eru nú í óðaönn að undirbúa jólatörnina. Þeir buðu Sjöfn Þórðar að koma í innlit á heimili sitt og það er ekki á hverjum degi sem einhver fær að koma í innlit til jólasveinanna. Þeir segja að frá sínum heimilisstíl, jólasiðum og hefðum, sem þeir hafa nú ekki mikið rætt opinberlega fyrr en nú.
Leyndardómar súkkulaðisins frá OMNOM
Súkkulaði er eitt af undrum náttúrunnar sem gæla við bragðlaukana og gefa lífinu lit en súkkulaði er ekki bara súkkulaði. Sjöfn Þórðar lítur inn í súkkulaðigerðina Omnom sem staðsett er við Hólmaslóð 2 í Reykjavík í glæsilegum húsakynnum þar sem súkkulaði ævintýrin gerast. Þar hittir Sjöfn, Kjartan Gíslason matreiðslumann og meðstofnanda Omnom sem býður henni kynnisferð um súkkulaðigerðina þar sem leyndarmál súkkulaðisins eru geymd.
Elska pítsakvöld með fjölskyldunni
Föstudagskvöld eru gjarnan kvöldin sem fjölskyldan kemur saman í eldhúsinu og nýtur þess að eiga góða samverustund við eldamennskuna. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er fjögurra barna móðir og nýtur þess að elda með börnum sínum og eiga með þeim gæðastundir yfir matnum. Í sumar eignaðist fjölskyldan pítsaofn sem þau nota utandyra og hefur heldur betur slegið í gegn hjá fjölskyldunni.
Yngsti bakari landsins í fyrsta sinn í sjónvarpi
Mæðgurnar Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar og dóttir hennar Elín Heiða Hermannsdóttir vita fátt skemmtilegra enn að undirbúa jólin saman. Þær mæðgur deila fleiri áhugamálum en nú hefur dóttir Berglindar, Elín Heiða stigið í fótspor móður sinnar og sent frá sér matreiðslubók sem ber heitið Börnin baka.
Öðruvísi aðventukrans úr sætabrauði
Arna Guðlaug Einarsdóttir, kökuskreytingarmeistari og fagurkeri með meiru, veit fátt skemmtilegra en að baka og skreyta kökur. Fyrir aðventuna gerir Arna ávallt aðventukrans sem má borða. Það eru sætabrauðkrans sem gleður bæði auga og munn.