Heimili
Miðvikudagur 10. apríl 2019
Heimili

Skotheldur kokteill sem heillar gesti upp úr skónum

Nú er framundan stórviðburðurinn Reykjavík Cocktail Weekend og margir staðir munu bjóða uppá ljúffenga kokteila og viðburði í tengslum við hátíðina. Við heimsóttum Fannar Alexander Arason á Pablo Discobar í tilefni þessa og spjölluðum um hvað koma skal og fengum uppskrift af skotheldum kokteil sem hefur heillað gesti upp úr skónum, Gin Rósir. Þvílík blanda sem rífur í og kitlar bragðlaukana.
Þriðjudagur 9. apríl 2019
Heimili

Ómissandi að fá páskaegg í morgunmat og ískalda mjólk með

Flest okkar höldum við í ákveðnar hefðir og siði þegar kemur hátíðisdögum eins og páskum, jólum, sumardeginum fyrsta og svo mætti lengi telja. Við höfðum samband við Kristínu Edwald hæstarréttalögmann hjá LEX, okkar Mörthu Stewart, og fengum hana til segja okkur frá sínum páskahefðum og ljóstra upp uppáhaldsrétti, köku eða öðru sem hún eldar eða bakar í tengslum við hátíðarnar.
Mánudagur 8. apríl 2019
Heimili

Veit ekkert betra en að vera mamma

Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Gestir hennar eru Sigrún Ásta Jörgensen stílisti, Daníel Freyr Atlason einn eigenda Stúdíó Daðla, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar og og Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Laugardagur 6. apríl 2019
Heimili

Veitingarnar í forgrunni þegar góða veislu gjöra skal

Með hækkandi sól fylgja ýmis veisluhöld, fermingarveislur, útskriftarveislur og brúðkaup svo dæmis séu tekin. Við höfum tekið saman góð ráð sem ber að hafa í huga þegar veitingar í veisluna eru undirbúnar. Þegar veislu skal halda þarf fyrst af öllu að ákveða hvort þetta á að vera sitjandi borðhald, tví- eða þrírétta veislumáltíð, óformlegra matarboð eða garðveisla, smáréttahlaðborð, ítölsk brauðveisla, standandi kokteilboð með pinnamat, dögurður eða kökuhlaðborð á gamla mátann.
Föstudagur 5. apríl 2019
Heimili

Náttúruleg leið til að hreinsa örbylgjuofninn

Þegar það kemur að vikulegri hreingerningu, er auðvelt að gleyma örbylgjuofninum. Það sem er yfirleitt auðsjáanlegt og er á yfirborðinu fær iðulega reglulega hreingerningu, en þau óhreinindi sem við sjáum sjaldan og horfum ekki á daglega, eru utan sjónarsviðs okkar, bakvið luktar dyr verða oft á tíðum eftir.