Heimili
Miðvikudagur 15. maí 2019
Heimili
Svona losnar þú við mýflugur í garðinum
Mýflugur geta verið til mikilla óþæginda og nú þegar sumarið nálgast er tilvalið að rifja upp gamalt og gott húsráð sem hin sænska Anna Rosenberg deildi og vakti mikla athygli. Með því tókst henni að fækka flugum verulega í garðinum.
Mánudagur 13. maí 2019
Heimili
Minkurinn býður upp á upplifun sem á sér enga líka
Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Guðberg Guðbergsson fasteignasala hjá fasteignasölunni Bæ, Kolbeinn Björnsson og Ólaf Gunnar Sverrisson í Íshúsið í Hafnarfirði, Söndru Dís Sigurðardóttur innanhússarkitekt og lýsingahönnuð og Stefán Gestsson framkvæmdastjóra Vörubílastöðvarinnar Þróttar.
Heimili
„dívur“ upp á 12 stig í júróvisjón partýið
Berglind Hreiðarsdóttir, einn okkar þekktasti matar-og kökubloggari landsins sem heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar er tilbúin með veitingar fyrir næstu gleði okkar Íslendinga. Þegar veislu ber að garði galdrar hún fram hinar fegurstu og frumlegustu kökur sem fanga augað og bragðast guðdómlega vel. Nú hefur hún galdrað fram ídýfur í næsta partý, er ekki Júróvisjón partý framundan alla vikuna?
Laugardagur 11. maí 2019
Heimili
Gleður þú móðurhjartað á mæðradaginn?
Sunnudaginn 12.maí er mæðradagurinn. Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. Hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 1934 á vegum mæðrastyrksnefndar. Fyrst var mæðradagurinn fjórða sunnudag í maí en síðan einhvern sunnudag í maí. Loks var hann að endingu festur annan sunnudag í maí árið 1980 og hefur verið í hávegum hafður.
Heimili
Góð ráð þegar sýna á eign
Það er mjög mikilvægt að vanda til verka þegar á að sýna eign og/eða vera með opið hús. Þú getur bæði gert eignina söluvænlegri og hækkað hana í verði með því að undirbúa eignina þína vel fyrir sýningu og opið hús. Fyrsta upplifun væntanlegs kaupanda er lykilatriði. Smáatriðin skipta máli og tiltekt er nauðsynleg.
Fimmtudagur 9. maí 2019
Heimili
Guðdómleg sólskinsterta með löðrandi, ljúffengu karamellukremi
Í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum ræddi Sjöfn Þórðar við Albert Eiríksson matarbloggara og sælkera með meiru um ýmsar matartengdar hefðir og enduðu þau á því að fá sér sólskinstertu sem Albert bauð upp á í tilefni sumarsins.
Þriðjudagur 7. maí 2019
Heimili
Vissir þú þetta um sítrónur?
Við þekkjum öll sítrónur og vitum að þær eru vinsæll ávöxtur þó svo að fæstir neyti þeirra eintómra því þannig eru þær svo súrar að flestir leggja í ekki í þær. Sítrónur gefa samt afar frískandi bragð og börkurinn hentar afar vel í bakstur, eldamennsku, í ábætisrétti og marmelaði.
Mánudagur 6. maí 2019
Heimili
Himnesk heilsulind falinn demantur í útjaðri grindavíkur
Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Friðrik Einarsson framkvæmdastjóra hótelsins Northern Light Inn, hjónin Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra og Hrund Sigurðardóttur skrifstofustjóra hjá fyrirtækinu AÞ-Þrif og Bergstein Gunnarsson framkvæmdastjóra og eiganda að Skelinni.