Heimili
Sunnudagur 26. maí 2019
Heimili

Raðar þú rétt inn í ísskápinn þinn?

Það skiptir miklu máli að raða rétt inn í ísskápinn og setja einungis þau matvæli sem þarf að geyma á köldum stað inn í ísskáp, eins og mjólk, rjóma, osta, smjör, kjöt, fisk, álegg, grænmeti og fleira. Jafnframt er nauðsynlegt að matvælin fari á réttan stað inn í ísskápinn til tryggja bestu geymsluna. Ástæðan er sú að hitastig í ísskáp er svolítið breytilegt. Kaldast er næst frystihólfi ef það er til staðar en hlýjast fjærst því. Þetta verður að hafa í huga þegar matvælum er komið fyrir í ísskápnum.
Föstudagur 24. maí 2019
Heimili

Truflaður góðborgari á sumargrillið að hætti einkaþjálfarans nönnu kaaber

Þegar sólin skín og sumarið kemur sterkt inn fá flestir löngun til þess að grilla eitthvað girnilegt. Margir eiga sinn uppáhalds hamborgara og Nanna Kaaber Árnadóttir er ein af þeim. Nanna er íþróttafræðingur og starfandi einkaþjálfari hjá World Class á Seltjarnarnesi og kann svo sannarlega að njóta á milli æfinga. Hún á sinn uppáhalds hamborgara og ljóstrar hér upp leyniuppskriftinni sinni.
Miðvikudagur 22. maí 2019
Heimili

Anna björk galdraði fram syndsamlega ljúffengar churros

Í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar, Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins og matarbloggara með meiru um sumartengdar matarhefðir á hennar heimili. Í tilefni þess galdraði Anna Björk fram einn af sínum uppáhalds sumarrétti, syndsamlega ljúffengar Churros ásamt karamellu- og súkkulaðisósum sem láta engan ósnortinn. Sjöfn fékk Önnu Björk til að gefa okkur uppskriftirnar af þessum sælkeraréttum sem vert er að prófa og njóta í sumar.
Heimili

Kósý eldstæði á veröndina eða í bakgarðinn

Hvað er meira kósý en að sitja utandyra og ylja sér við varðeld á á svölum sumarkvöldum? Þetta „gordjöss“ og fallega hannaða eldstæði eða eldpottur úr hlýlegum glóandi kopar hitar ekki bara upp útiveruna heldur líka stemninguna.
Mánudagur 20. maí 2019
Heimili

Umhverfisvænn heimilisstíll heillar og gerir lífið betra

Sjöfn Þórðardóttir heimsækir þrjár öflugar og metnaðarfullar konur, hverja á sínu sviði, í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Önnu Björk Eðvarðsdóttur, formann Hringsins og matarbloggara með meiru, Aðalheiði Karlsdóttur framkvæmdastjóra og löggiltan fasteignasala hjá Spánareignum og Evu Dögg Rúnarsdóttur markaðsstjóra og lífskúnstner.
Laugardagur 18. maí 2019
Heimili

Sindrastóllinn íslensk, klassísk og tímalaus hönnun

Hver man ekki eftir Sindrastólnum sem hannaður var af Ásgeiri Einarssyni (1927-2001) og kom til sögunnar árið 1962? Sindrastóllinn prýddi mörg íslensk heimili á sjötta og sjöunda áratugnum en minna sást af honum á áttunda og níunda áratugnum. Hann var ófáanlegur frá árinu 1970, eða í um það bil fjóra áratugi.
Föstudagur 17. maí 2019
Heimili

Kristín edwald, okkar martha stewart, nýtur þess að leika sér í eldhúsinu

Við litum inn til hennar Kristínar Edwald hæstarréttarlögmanns og fagurkera með meiru sem er okkar Martha Stewart. Kristín hefur dálæti af því að setja saman ljúffengar veigar og bera þær fram á fallegan og hrífandi hátt. Henni er margt til lista lagt þegar kemur að bakstri, matreiðslu og drykkjarföngum og allt sem hún gerir er metnaðarfullt og aðlaðandi. Þegar okkur bar að garði var Kristín búin að galdra fram glæsilegan brunch eða dögurð eins og við segjum á góðri íslensku.