Heimili
Fimmtudagur 11. júlí 2019
Heimili
101 reykjavík - miðbærinn
Frá upphafi byggðar í Reykjavík hefur elsti hluti hennar, miðbærinn, verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir alla landsmenn. Í hjarta borgarinnar, miðbænum er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitinga- og kaffihúsa, auk margskonar menningartengdri þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í miðbænum undanfarin ár og stendur enn.
Þriðjudagur 9. júlí 2019
Heimili
Basalt arkitektar hlutu ein stærstu hönnunarverðlaun heims
Íslenska arkitektastofan Basalt arkitektar hlaut á dögunum ein virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims, Red Dot, í flokknum „Best of the Best.“ Verðlaunin hlaut stofan ásamt ítölsku hönnunarstofunni Design Group Italia fyrir framúrskarandi hönnun á The Retreat hótelinu við Bláa lónið.
Sunnudagur 7. júlí 2019
Heimili
Nýbakaðir og ilmandi kleinuhringir? þá eru þessir málið
Eygló Harðar fer á kostum í eldhúsinu þessa dagana og er iðin við að galdra fram ómótstæðilega ljúffenga rétti sem kitla bragðlaukana og gefa lífinu lit. Ilmur er svo lokkandi úr eldhúsinu hjá Eygló.Nýbakaðir og ilmandi kleinuhringir hljómar vel, en hvað með heimatilbúna, nýbakaða og ilmandi kartöflukleinuhringi í hvítu flórsykurskýi? Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar og bakað sína eigin kleinuhringi, og nýtt allar kartöflurnar sínar í leiðinni. „Lofa að þetta voru bestu afgangar sem ég hef smakkað,“ segir Eygló og brosir sínu breiðasta brosi.
Heimili
Viltu skínandi hreina þvott án skaðlegra efna? þá er þetta náttúruvæna þvottaefni málið
Við getum auðveldalega gert okkar eigin þvottaefni án allra skaðlegra efna. Þær Anneliese Bunk og Nadine Schubert af lagt sitt af mörkum til að gefa okkur góðar hugmyndir af náttúruvænum lífsstíl og þar og meðal þessa uppskrift af umhverfisvænu þvottaefni sem getur ilmað svo lokkandi vel. Hægt er að búa til þrjá lítra af þvottaefni á tíu mínútum. Blanda þarf að standa í sólarhring og þá er hún tilbúin til notkunar. Miðað er við að blandan endist að jafnaði í fimmtán þvotta.
Föstudagur 5. júlí 2019
Heimili
Uppskriftir með rabarbara sem enginn má láta framhjá sér fara - hreint lostæti
Veðrið hefur leikið við landsmenn á Suðvesturhorninu í sumar og gróðurinn, sérstaklega rabarbarinn, hefur notið sólargeislana og uppskeran er hin vænlegasta. Sjöfn Þórðar fór í heimsókn í Vesturbæinn og heimsótti Kristínu Edwald hæstarréttarlögmann og okkar Mörthu Stewart, vegna hæfileika hennar í eldhúsinu, og fékk að líta á nýjustu afurðir hennar úr rabarbara. Kristín er mikill matgæðingur, bæði listakokkur og bakari. Einnig er allt svo fágað og vandað sem hún gerir og augljóst að metnaðurinn er mikill í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Miðvikudagur 3. júlí 2019
Heimili
Hollt og gott í nestistöskuna sem eykur orku og úthald – „nú ætlum við að drullumalla chia graut“
Í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum fór Sjöfn Þórðar í heimsókn til Margrétar Leifsdóttur arkitekts og heilsumarkþjálfa í eldhúsið á heimili hennar í Vesturbænum. Hjarta heimilisins slær svo sannarlega í eldhúsinu og Margrét nýtur sín til hins ýtrasta við að galdra fram hina ýmsu heilsurétti og þessa dagana er hollt nesti í forgrunni. Í tilefni heimsóknarinnar galdraði Margrét fram nokkra hollusturétti sem smellpassa í nestistöskuna beint út í náttúruna, fjallgönguna, sundið eða hvert sem leið liggur.
Mánudagur 1. júlí 2019
Heimili
Litagleðin og mynstrin eru í aðalhlutverki í níðsterkum titaníum gólfum
Hjónin Karl Dan og Helena Ósk Harðardóttir eru eigendur fyrirtækisins Epoxy Verk sem sérhæfir meðal annars í titanium gólfefnum sem er orðið vinsæll valkostur þegar kemur að því að velja sterk og endingargóð gólfefni. Sjöfn heimsækir hjónin í Hafnarfjörðinn á heimili þeirra þar sem titaníum gólf spilar stórt hlutverk í öllum regnboganslitum og fanga augað um leið og inn er komið. Sjöfn fær fræðslu um helstu kosti þessa gólfefnis og innsýn í litagleðina og mynstrin sem í boðið eru. Sjón er sögu ríkari.
Heimili
Glæsileg og ný raðhús í fjölskylduvænu hverfi í reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ hefur byggðin verið að þéttast og mikil fólksfjölgun átt sér stað. Margar nýjar glæsilegar fasteignir hafa risið og prýða bæjarstæðið sem er orðið eftirsóknarverður staður að búa á. Sjöfn heimsækir þá Jóhannes Ellertsson framkvæmdastjóra og Júlíus Steinþórsson löggiltan fasteignasala hjá Eignasala.is í Leirdalinn, þar sem í boðið eru ný og glæsileg raðhús á besta stað í nýju og fjölskylduvænu hverfi. Við fáum að líta inn og skoða þessar glænýju fasteignir og umhverfi þeirra.
Heimili
Himneskir hollusturéttir margrétar leifs í nestistöskuna í sumar
Á fallegum stað í hjarta Vesturbæjarins, í reisulegu og stílhreinu einbýlishúsi býr Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi. Sjöfn heimsækir Margréti í eldhúsið þar sem hjarta heimilisins slær. Margréti er einkum annt um heilsuna, gefandi og góð samskipti og hefur lagt sitt af mörkum við hjálpa öðrum til að laða það besta fram. Meðal annars með námskeiðum sem hún hefur haldið ásamt öðrum og þar spilar mataræðið stórt hlutverk. Margrét býr til nokkra vel valda hollusturétti sem smellpassa í nestistöskuna fyrir ferðalög sumarsins og gefa okkur góða orku og gleðja bragðlaukana til muna.