Heimili
Miðvikudagur 24. júlí 2019
Heimili
Hvað kostar garður?
Hverjum dreymir ekki um draumagarðinn og oftar enn ekki er þetta árstíminn sem margir láta sig dreyma um garð og láta hanna hann. En áður en út í garðhönnun er farið er mikilvægt að gera sér grein fyrir kostnaðinum. Það er algengt að garðeigendur gera sér ekki fullkomlega grein fyrir því hvað slíkt kostar. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat er með þetta á hreinu og hefur ritað mjög gott blogg á síðu sinni um hvað garður kostar og hvað kostar að teikna hann. Björn gefur lesendum góðar hugmyndir um verð og útfærslur enda geta draumagarðar verið sannkallað augnakonfekt fyrir sérhvern garðeiganda.
Sunnudagur 21. júlí 2019
Heimili
Ef þú ætlar að baka eitthvað í sólinni, þá stenst enginn þessa dásemd
Eygló Harðar matgæðingur og sælkeri er iðin við að galdra fram ómótstæðilega ljúffengar kræsingar alla daga og nýjasta dásemd sem hún er með er þessi Hindberja- og möndlukaka sem enginn stenst. Þessi er tilvalin með kaffinu í blíðvirðinu sem leikur við okkur þessa dagana. Við fengum Eygló til að gefa okkur uppskriftina og segja frá tilurð kökunnar.„Mary Berry er einn af snillingum þessa heims þegar kemur að bakstri. Eflaust þekkja flestir hana í gegnum The Great British Bake Off. Uppáhaldsuppskriftin mín frá henni er eplakakan hennar þar sem hún blandar saman eplum og möndlum með þægindum í bakstri.“ Hér er slóðin á uppskriftina: http://www.maryberry.co.uk/recipes/baking/the-very-best-apple-dessert-cake?fbclid=IwAR1hDSEHTFZbpfohxqdzUvwxTTzYu-HcZuvxOcg2ywacQmZNruFC9oiwze0
Miðvikudagur 17. júlí 2019
Heimili
Val á húsgögnum í garðinn skiptir máli
Eins og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt bendir á er mikilvægt að velja réttu garðhúsgögnin og það er hægt að fara nokkra leiðir þegar þau eru valin. Þegar verið er að hanna garð, pall eða verönd er vert að hafa það í huga að hægt er að vera með innbyggð húsgögn sem koma sér vel og þar af leiðandi er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi.Húsgögnin í garðinum geta ýmist verið innbyggð eða færanleg. Innbyggð húsgögn eru gjarnan föst við trépalla og smíðuð úr sama efni. Algengt er að setja innbyggða bekki við girðingar, bæði til að mynda sæti og til að láta girðinguna sýnast lægri. Ef slíkur bekkur er hafður við ytri mörk dvalarsvæðis nýtist bekkurinn einnig sem afmörkun og plássið á slíkum svæðum nýtist gjarnan betur.
Heimili
Fyrsta götubitahátíðin sem haldin er á íslandi
Fyrsta Götubitahátíðin á Íslandi (Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 20-21 júlí næstkomandi og frítt verður inn á hátíðina. Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Spennandi verður að fylgjast með fjölbreytninni og ilmurinn á eflaust eftir að lokka marga að því matur er manns gaman. Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.Samhliða hátíðinni þá verður haldin fyrsta keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti „Götubitinn 2019“. Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – „European Street Food Awards“ sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í lok september og kynna þar í fyrsta skiptið íslenskan götubita. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.
Heimili
Þekkir þú sögu hnífaparanna? albert eiríksson er með hana á hreinu
Í dag notum við flest hnífapör og flestir eiga slík en það hefur ekki alltaf verið þannig og það er saga bak við alla hluti meðal annars hnífapörin. Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru er með þessa hluti á hreinu og bendir okkur meðal annars á áhugaverða bók sem fjallar um sögu og tilkomu hnífaparanna á síðu sinni www.alberteldar.com
Sunnudagur 14. júlí 2019
Heimili
Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi
Baráttan við illgresið getur verið erfið og virðist oft vera vonlaust að slást við það. Margir grípa þá til þess ráðs að kaupa eitur til að vinna á illgresinu, sem getur verið bæði hættulegt fyrir umhverfið og okkur sjálf. Hér eru fimm umhverfisvænar leiðir sem þú getur notað án þess að skaða þig eða umhverfið.
Laugardagur 13. júlí 2019
Heimili
Kókosolían er magnað töfraefni
Á hverju baðherbergi ætti að vera krukka með kókósolíu því hún er töfraefni á öllum sviðum. Kókósolían er ekki bara góð þegar kemur að matreiðslu heldur líka fyrir húðina. Kókósolían er töfraefni á öllum sviðum. Hægt er að bera hana á húðina, bursta í sér tennurnar með henni, nota hana í stað hárnæringar, raksápu og svitalytkareyðis. Hún er einkum góð til að fjarlægja andlitsfarða. Kókósolían er í raun þarfaþing fyrir hvert heimili sem vill tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl.
Heimili
Ferskasti sumarkokteillinn sem heillar gestina upp úr skónum
Veðrið hefur leikið við landsmenn í sumar og verið mörgum hvatning til að halda grillveislur og skemmtileg kokteilboð. Sjöfn Þórðar heimsótti Gunnlaug P. Pálsson, lífskúnstner og vínsérfræðing á dögunum og fékk hann til að segja okkur frá sínum uppáhalds kokteil þessa dagana. Þessi kokteill er hreinasta snilld, ferskur og ljúfur undir tönn. Þessi blanda á eftir að heilla gestina upp úr skónum. „Minn uppáhalds kokteill þessa dagana er Limoncello Spritz. Limoncello er vinsælasta eftirréttavín Ítala og honum er margt til lista lagt, meðal annars sem líkjör í þennan kokteil. Einnig er líkjörinn tilvalinn í eftirrétti, til dæmis í sorbet,” segir Gunnlaugur og er hinn ánægðasti með fjölhæfni þessa góða líkjörs.
Föstudagur 12. júlí 2019
Heimili
Keramik kolagrillið sem er elskað af michelin matreiðslumönnum
Big Green Egg, Stóra græna eggið, er eitthvað það fjölhæfasta eldunartæki sem til er. Allir þeir sem vilja taka eldamennskuna eitthvað lengra fjárfesta í Big Green Egg kolagrillinu. Þetta fullkomna eldunartól getur grillað, steikt, reykt og bakað. Grillið hefut verið framleitt síðan 1974 og byggir á þúsund ára japanskri aðferð sem fluttist frá Japan yfir til Bandaríkjanna og þykir eitt það besta sinnar tegundar í heiminum. Eiginleikar kolagrillsins eru óþrjótandi, það má nota til að hægelda, eða ná upp gríðarlegum hita og einnig er hægt að baka brauð í þessu magnað kolagrilli enda hægt að halda hitanum mjög jöfnum í langan tíma.