Skandinavískur, módernískur og fúnkis stíll á heimili Guðnýjar
Guðný Magnúsdóttir leirlistakona hefur mikinn áhuga á listhandverki, hönnun og myndlist og ber hennar fallega og listræna heimili þess sterk merki.
Lífsstíll sem eykur vellíðan, orku og úthald
Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki, ITS og fylgdu ástríðu sinni eftir. ITS sérhæfir sig í því að þjálfa og leiðbeina fólki að ná tökum á mataræði sínu með macrosmataræði.
Frumkvöðlar í þróun á témphe á Íslandi
Janúar er mánuðurinn sem gjarnan er kallaður veganúar og íslenskum grænkerum fjölgar ár hvert. Fjölbreytni af grænkeraréttum og vistvæni matvöru fer ört vaxandi og hefur aldrei verið meiri. Vegangerðin er eitt frumkvöðlafyrirtækið sem framleiðir græna íslenska matvöru án dýrafurða.
Frumkvöðlarnir Atli Stefán Yngvason og Kristján Thors stofnuðu og eiga Vegangerðina. Þeir leiddu saman krafta sína og þekkingu og eru að framleiða og selja vistvæna matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir úr íslensku hráefni svo hægt sé að lágmarka kolefnisspor.
Inga Lind skorar á Áslaugu að borða augað úr sviðakjammanum
Í þættinum Matur og Heimili í kvöld hittir Sjöfn Þórðar, Garðbæingana, athafnakonurnar og gleðigjafana þær Áslaugu Huldu Jónsdóttur og Ingu Lind Karlsdóttur heima í eldhúsinu hjá Áslaugu Huldu þar sem Sjöfn kemur færandi hendi með þorramat eins og hann gerist bestur. Þær stöllur er vanar að mæta á hið árlega Þorrablót Stjörnunnar en ekkert blót er framundan nú á Bóndadag líkt og í fyrra.
Innblástur frá Japan og Perú í ævintýralegri upplifun
Veitingastaðurinn Monkeys opnaði síðla sumars á síðasta ári í stórglæsilegu húsnæði í hjartagarðinum við Klapparstíg. Hönnunin á staðnum er bæði skemmtileg og ævintýraleg þar sem hlýleikinn og frumskógurinn er í forgrunni. Sjöfn Þórðar heimsækir staðinn í þættinum Matur og Heimili og hittir þá félaga Gunnar Rafn Heiðarson veitingastjóra og Snorra Grétar Sigfússon yfirkokk staðarins en báðir eru þeir meðal eigenda og fær innsýn í hönnun staðarins og matargerðina.
Stórglæsileg penthouse-íbúð á Mýrargötunni í mínímalískum stíl
Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður og fagurkeri, sem ávallt er kölluð Stella, ásamt manninum sínum Jakobi Helga Bjarnasyni fengu sér penthouse íbúð á Mýrargötunni sem var tilbúin til innréttingar síðastliðið vor. Hún stendur á besta stað í hjarta miðbæjarins, á horninu á Mýrargötu og Seljalandsvegi þar sem útsýnið skartar sínu fegursta og mannlífið iðar að lífi.
Leyniuppskrift bak við pizzadeigið og sérlærður pizzubakari við störf
Við Hótel Valaskjálf á Egilstöðum er staðsettur einkar glæsilegur og hlýlegur veitingastaður sem einnig eru í eiga fjölskyldu Sigrúnar og nýtur mikilla vinsælda. Glóð Restaurant er með notalegt andrúmsloft og hlýleika sem umlykur matargesti. Hönnunin á staðnum vekur eftirtekt þar sem listin og litirnir fanga augað. „Hér höldum við áfram að leika okkur með litina, litirnir gleðja og vekja vellíðan,“segir Sigrún og bætir við að það sé þeirra sérkenni á öllum þeirra stöðum.
Aftur til fortíðar – amerískur andblær og rómantík með mjólkurhristing í hönd
Á Egilsstöðum er hinn stórglæsilegi veitingaskáli Diner starfræktur. Staðurinn hefur verið innréttaður í anda sjötta áratugarins (50´s) að amerískri fyrirmynd og sannarlega lífleg upplifun að koma þangað inn og upplifa stemninguna. Þarna er auðveldlega hægt að hverfa til fimmta áratugarins og njóta girnilegra rétta. Hver man ekki eftir Grease bíómyndinni sígildu sem kom út árið 1978, bíómynd sem eldist merkilega vel og má með sanni segja að þessi skemmtilegi veitingastaður sé að hluta til í anda Grease kvikmyndinnar sem höfðaði vítt og breitt til stórs aldurshóps hér á árum áður.
Hildibrand hótelið í austasta firði landsins
Hákon Hildibrand, frumkvöðull, menningarfrömuður og dragdrottning, ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Hafsteinssyni, myndlistarmanni og rithöfundi eru eigendur Hildibrands hótelsins í Neskaupstað auk þess sem þeir eiga og reka Beituskúrinn sem frægur er fyrir hið blómlega menningarlíf og matarupplifanir sem enginn stenst. Þeir Hákon og Hafsteinn hafa lyft menningarlífi staðarins upp á hærra plan og aukið framboð og möguleika ferðamanna á gistingu, afþreyingu og upplifunum ef svo má að orðið komast.
Loðnukavíar, laufabrauð með kryddjurtum og hreindýrasteik sem trylla bragðlaukana
Árið 2004 stofnuðu þau Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir fjölskyldufyrirtækið Ferðaþjónustuna Mjóeyri á Eskifirði sem hefur vaxið og dafnaða síðan. Árið 2008 fór Ferðaþjónustan Mjóeyri í samstarf við Sjóminjasafn Austurlands um rekstur Randulffs-sjóhúss sem er gamalt síldarsjóhús í eigu safnsins. Opnuðu Sævar og Berglind síðan veitingastað í sjóhúsinu árið 2011 sem er í rekstri enn þann dag í dag og er opinn alla daga frá júní til september og fyrir hópa þess utan. Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi í sjóhúsið og fær innsýn í sögu sjóhússins og áherslur veitingastaðarins sem hefur einstaka sérstöðu til að státa sig af.
Sjöfn eldar hina fullkomnu Wellingtonsteik
Wellington nautalund er líklega einhver vinsælasti rétturinn á veisluborðinu yfir jól og áramót. wellington steikin, er innbökuð nautalund með ljúffengri fyllingu sem bráðnar í munni. Mörgum vefst tunga um tönn þegar kemur að því að útbúa Wellington steikina, elda nautalundina, gera fyllingu og setja hana í smjördeigið og tryggja að eldunin sé fullkomin.
Desember, tíminn sem markast af mat og bakstri
Hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari voru að gefa út bókina desember með vinkonum sínum, mæðgunum Margréti Jónsdóttur og Móheiði Guðmundsdóttur sem er ljósmyndabók um desember, aðventuna og jólin. Sjöfn heimsækir Höllu Báru heim í notalega og hlýja eldhúsið hennar þar sem þær spjalla um útgáfu bókarinnar, innblásturinn fyrir gerð hennar og samstarf þeirra hjóna.