Heimili
Föstudagur 9. ágúst 2019
Heimili

Vissir þú að kaffikorgur er falinn fjársjóður sem ekki má sóa?

Kaffikorgur fellur til á all mörgum heimilum og flestir henda honum í ruslið. Það er í raun mikil sóun því korgurinn er falinn fjársjóður. Hann er hægt að nýta á marga vegu og við ætlum að fara yfir það hér. Kaffikorgur sem áburðurKorgurinn hentar vel til moltugerðar en mikilvægt er að þurrka kaffikorginn áður en hann er settur í ílát til geymslu annars myglar hann fljótt. Kaffikorgur er fyrirtaks áburður fyrir garðaplöntur og stofublóm. Í kaffinu er kalíum, köfnunarefni og fosfór, allt efni sem plöntur þarfnast. Korginum er blandað saman við blómamold eða efsta lag moldarinnar úti í garði. Engin hætta er á því að þú notir of mikinn kaffikorg því hann nýtist allur.
Þriðjudagur 6. ágúst 2019
Heimili

Ertu búin/n að laga til í kryddskápnum þínum nýlega?

Staðreyndin er sú að krydd er mjög misjafnt, það fer meðal annars eftir því hvar það er ræktað og hvernig þurrkað krydd er blandað. Sumar ferskar kryddjurtir eru efnaauðugar, eins og graslaukur, steinselja svo dæmi séu tekin. Þær hafa mikið af A- og C- fjörvum og einnig járn ríkar. Þær er auðvelt að rækta, þurrka og frysta en geymslutíminn er líka mikilvægur. Kryddskápar og skúffur eru þær hirslur sem gjarnan verða eftir þegar farið er í tiltekt í eldhúsinu en það er ekki síður mikilvægt að yfirfara kryddin og taka stöðuna á dagsetningunum hvenær þau renna út.
Miðvikudagur 31. júlí 2019
Heimili

Vönduð handgerð skurðarbretti úr hnotu og eik sem fanga augað

Þessi vönduðu og umhverfisvænu skurðarbretti eru íslenskt handverk frá fjölskyldufyrirtækinu Hnyðju. Hnyðja sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Skurðarbrettin er hægt að fá úr hnotu og eik og eru tilvalin í tækifærisgjafir. Brettin eru handgerð og hanteruð með náttúruolíu, vönduð handverk sem tekið er eftir. Einnig er hægt að fá ýmsa nytjahluti með eins og smjörhníf og sultuskeið, gaffla og spaða. Sem einnig eru til úr hnotu og eik. Þessi fallegu handverk sóma sér vel ekki síður vel í sumarbústaðinum, hjólhýsinu, útilegunni eins og inni á heimilum og eru því tilvalin tækifærisgjöf fyrir ferðafélagana um verslunarmannahelgina.Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía, það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.Hægt er að kynna sér vörurnar sem í boði eru nánar á heimasíðu Hnyðju.
Heimili

Hollustan í nestitöskuna um verslunarmannahelgina – chia-partý er æði

Nú er lag að útbúa nokkra hollusturétti sem smellpassa í nestistöskuna beint í útileguna, náttúruna, fjallgönguna, sundið eða hvert sem leið liggur um verslunarmannahelgina. Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi er lista góð í því að búa til einstaklega ljúffenga heilsurétti. Hún drullumallaði, eins og hún orðaði það sjálf, meðal annars þennan Chia graut sem hún nefnir Chia-partý. Hægt er að bæta í berjum og alls konar suðrænum ávöxtum, kókosflögum og öðru eftir smekk hvers og eins. Þessi uppskrift eru algjört æði og ofur einföld í framkvæmd. Svo er gott að eiga glerkrukku til að setja grautinn í og góða nestistösku.
Sunnudagur 28. júlí 2019
Heimili

Ómótstæðilega freistandi brownies með oreo kexi ómissandi í útileguna

Framundan er mesta ferðahelgi landsmanna, Verzlunarmannahelgin, og þá er gott að byrja snemma að undirbúa ljúffenga bita og kræsingar til að hafa með í för hvert sem ferðinni er heitið. Í tilefni ferðahelgarinnar miklu hitti Sjöfn Þórðar, sælkera- og matarbloggarann Unu Dögg Guðmundsdóttur og fékk hana til að gefa okkur eina syndsamlega ljúffenga uppskrift af sætum bitum sem eru ómissandi í útileguna. Una Dögg er mikil áhugamanneskja um mat og bakstur og hefur lengi verið að prófa sig áfram að búa til uppskriftir, sérstaklega þegar kemur að bakstri.
Laugardagur 27. júlí 2019
Heimili

Rétt geymsluaðferð matarafganga í ísskáp

Brýnt er að taka alla matarafganga af borði strax að lokinni máltíð, láta í ílát og kæla vel. Beztu ílátin eru ferköntuð mót úr gleri, postulíni, annars plasti með þéttu loki. Einnig er hægt að nýta krukkur, plastfilmur úr polýetýlenfilmu eða álþynnur eftir hvers kyns matvælið er. Sum plastílát taka til sín bragð, lykt og lit frá matvælum, því verður að þvo þau mjög vel.Niðursuðudósir má alls ekki nota undir matarafganga, þegar búið er að opna niðursuðudós er mikilvægt að taka innihaldið úr og fleygja dósinni. Bezt er að geyma hverja tegund matvæla fyrir sig, það má til dæmis aldrei láta soðið kjöt og grænmeti liggja saman nema í stutta stund því fljótlega getur myndast eitrun í kjötinu.
Fimmtudagur 25. júlí 2019
Heimili

Manstu eftir að að halda eftir tómum glerkrukkum?

Þú getur svo sannarlega verið þín eigin endurvinnsla og hugað vel að því hverju er fleygt og hverju ekki. Eitt af því sem þarf ekki að fara beint í sorpið eru tómar sultu-, tómatsósu-, og niðursuðukrukkur. Gler er lyktarlaus og auðvelt er að þrífa það. Gott er að nota gamlar krukkur undir heimagerðar sultur, snarl eða jafnvel fyrir afganga. Nú styttist í berjatínslur og það stefnir í góða uppskeru, bæði af trjám og lyngum og þá er gott að eiga krukkur á lager fyrir sultugerð.