Heimili
Mánudagur 26. ágúst 2019
Heimili
Uppskrift: syndsamlega ljúffeng sellerírótarmús sem enginn stenst
Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona og sælkeri með meiru er iðin við að halda matarboð og hefur einstaklega gaman að því að bjóða upp á ljúffengt meðlæti og frumlega samsetningar sem heilla gestina upp úr skónum. Galdurinn við að framreiða ljúffengan kvöldverð er að vera með skothelt meðlæti sem matargestirnir missa sig yfir. Enn betra er að vera með meðlæti sem er hollt og allra meina bót. „Til dæmis þegar ég elda andalæri á franska vísu er þessi sellerírótamús ómissandi og setur punktinn yfir i-ð. Hún er líka einstaklega góð með sjávarfangi eins og humar og hörpudiski.“ Uppskriftin er einföld og þægileg og hráefnið fæst í öllum helstu matvörubúðum landsins.
Heimili
Getur verið að fuglar séu líka fólk?
Valgeir er þekktur listamaður og fær svo sannarlega að njóta sín í listamanns hlutverkinu. Hann er þekktur fyrir lög sín og texta, sérstaklega Stuðmannalögin. Valgeir hefur haldið tónleika undanfarin fimm ár sem má segja að hlúi að náttúrunni sem er svo sterk á Bakkastofu við Eyrabakka en þeir bera yfirskriftina „Eru fuglar líka fólk“ Valgeir hefur samið lög við texta eftir Jóhannes úr Kötlum. „Skáldið ótrúlegt næmi fyrir tilfinningum og því mannlega og yfirfærði það yfir á fugla eða dýr. Þannig að þegar þú lest kvæði Jóhannesar finnurðu samsvörun með dýrunum og það er hollt bæði út frá þroska- og náttúruvitund,“ segir Valgeir og leyfir okkur að njóta brots af því sem hann hefur verið að semja. Það má með sanni segja að á Bakkastofu svífi rómantíkin í loftinu og hafið og náttúran spila stórt hlutverk á þessum fallega stað.
Heimili
Leyndarmálinu á bak við merkt húsgagn á bakkastofu ljóstrað upp
Þátturinn Fasteignir og heimili með Sjöfn Þórðar, hefur göngu sína að nýju í kvöld eftir sumarleyfi. Sem fyrr er það Sjöfn Þórðar sem fer með stjórn þáttarins. Á Bakkastofu á Eyrarbakka er að finna einkasafn gamalla muna sem allir eiga sér sögu sem hrífa. Sjöfn Þórðar heimsækir Ástu Kristrúnu, Bakkastofufrúnna og fær að skoða gamla muni og þó sérstaklega eitt stórmerkilegt húsgagn sem fangar augað og augnablikið.
Miðvikudagur 21. ágúst 2019
Heimili
Svanurinn fangar augað – aðeins mjúkar línur
Falleg hönnun sem er tímalaus og fangar augað er ávallt góður valkostur. Svanurinn er stóll sem er gott dæmi um vel heppnaða hönnun sem eldist vel og verður bara vinsælli með hverju árinu. Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn.
Sunnudagur 18. ágúst 2019
Heimili
Uppskrift: ljúffengar pönnukökur á þjóðlegan og franskan máta á sunnudegi gleðja
Sjöfn Þórðar býður í sunnudagskaffi á þjóðlega vísu með frönskum blæ.„Sunnudagar eru tilvaldir dagar til að bjóða gestum heim í ljúffengar pönnukökur með ómótstæðilegu meðlæti sem kitlar bragðlaukana og gleðja. Þegar haustið mjakast inn og vindurinn lætur í sér heyra er ekkert notalegra enn að bjóða gestum heim og töfra fram ljúffengar sælkera veitingar. Á okkar heimili reynum við að nýta sunnudagana til hitta vini og vandamenn og kaffiboðin eru afar vinsæl. Meðfylgjandi er klassísk uppskrift af pönnukökum sem hefur fylgt fjölskyldunni í árana rás og hittir alltaf í mark. Meðlætið setur punktinn yfir i-ð,“ segir Sjöfn Þórðar. Pönnukökur eru ávallt góðar upprúllaðar með sykri, með rjóma eða ís. Hins vegar er hægt að gera þær enn í ómótstæðlegri með frönskum hætti, með því bjóða upp á brætt súkkulaði eða nutella og ferska ávexti ofan á. Fersk jarðaber, bláber og bananar passa vel með eða hvaðeina sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Nú flæða líka inn nýgerðar sultur á mörgum heimilum sem njóta sín vel á nýbökuðum pönnukökum. Enginn verður svikinn af nýbökuðum pönnukökum með íslenskri berjasultu.
Laugardagur 17. ágúst 2019
Heimili
Gómsætar edamame baunir með chilli pipar og hvítlauk sem gestirnir missa sig yfir
Edamame baunir eru einstaklega ljúffengar einar og sér og líka sem meðlæti með hinum ýmsu réttum. Sérstaklega með Suður- amerískum mat og asískum mat. Sjöfn Þórðar hefur verið iðin við að prófa sig áfram með Edamame baunirnar og hafa þær slegið í gegn hjá matargestum. Þær er einnig hægt að bera fram sem forrétt og á smáréttarhlaðborð. Kosturinn við Edamame baunirnar er að þær eru bæði hollar og ljúffengar, stútfullar af próteini og henta mörgum meðal annars þeim sem eru vegan og á ketófæði. Baunirnar eru seldar frosnar í pokum í flestum matvöruverslunum landsins og því er kærkomið að eiga ávallt poka í frystinum sem hægt er að grípa í þegar galdra þarf fram sælkerarétt á augabragði.
Miðvikudagur 14. ágúst 2019
Heimili
Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?
Lárperur eru bæði hollar og góðar eins og Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri nefnir réttilega í grein sinni sem hann birti á heimasíðu sinni. Honum sjálfum finnst ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast. Lárperur eru án efa mjög vinsælar á flestum heimilum í dag og þykja góðar til margs konar matreiðslu, sérstaklega ofan á súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð, í salöt svo dæmi séu tekin. Það þarf að beita ákveðni knúst þegar lárperan er tekin til notkunar eins og Albert fer yfir.
Þriðjudagur 13. ágúst 2019
Heimili
Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk
Nú þegar skólarnir eru að fara hefja göngu sína aftur eftir sumarfrí og allir eru á þönum er gott að hafa með sér hollustu nestisbita sem bræðir bragðlaukana. Berglind Hreiðarsdóttir ein af okkar uppáhalds matar- og kökubloggurum töfraði fram þessa himnesku uppskrift sem þið verið að prófa. Einstaklega fljótlegt að útbúa og einfaldara getur það ekki verið. Berglind heldur úti síðunni www.gotterí.is og instagramsíðunni @gotterioggersemar þar sem þið getið fylgst með öllu því sem hún töfrar fram.