Heimili
Mánudagur 9. september 2019
Heimili
Suður-amerískt þema með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum í miðborginni
Sjöfn heimsækir veitingastaðinn Burro við Veltusund 1 í hjarta miðborgarinnar þar sem áður varð staðurinn Einar Ben og spjallar við eiganda staðarins Gunnsteinn Helga. Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasir við þegar inn kemur, það er eins og að vera komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi. Staðurinn minnir óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi. Við fáum innsýn í tilurð staðarins, hönnunina og þemað í matargerðinni. Suður-ameríska þemað sem þar er að finna er lítið þekkt hérlendis og þarna er það tekið enn lengra með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum sem eiga sér enga líka.
Heimili
Vel heppnuð hönnun á skólabyggingu sem tengir saman samfélagið og umhverfið
Urriðaholtsskóli stendur á einstökum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ þar sem náttúran skartar sínu fegursta og skólastarfið er samtvinnað við nærumhverfið. Sjöfn heimsækir Þorgerði Önnu skólastjóra og Unu Guðrúnu aðstoðarskólastjóra og spjallar við þær um innsýn í hugmyndafræðina bak við hönnunina á skólabyggingunni, stefnu skólans og tengingunni við umhverfið. Hönnunin á skólabyggingunni er hugsuð út frá þörfum nemenda og starfsfólks og rýmin eru fullnýtt. Sérstaða skólans er meðal annars húsnæðið, sem er bjart og opið með stórum gluggum og hátt er til lofts og hljóðvistin er eins og best verður á kosið.
Heimili
Hver er staðan á fasteignamarkaðinum í dag?
Ingólfur Geir framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Valhöll verður gestur Sjafnar í kvöld og fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum í dag. Ingólfur fer yfir hvernig fasteignamarkaðurinn kemur undan sumri, framboðið og hvort betur megi gera til að liðka fyrir kaupum og sölu á markaðinum til að tryggja stöðuleika og festu.
Sunnudagur 8. september 2019
Heimili
Vissir þú að græn sápa er náttúruleg afurð og hentar vel til heimilisþrifa?
Grænsápa er náttúruleg afurð hefur verið notuð til heimilisþrifa í aldaraðir. Hún er til í fljótandi og föstu formi og verður til við efnahvörf fitu og pottösku. Hún er umhverfisvæn og hentar til ýmissa nota. Fullkomin blanda til að þrífa margs konar yfirborð, eins og flísar, parket, baðkar eða sturtuklefa, er matskeið af grænsápu og þrír lítrar af vatni. Best er að nýta hana í fljótandi formi en hún nýtist líka vel í föstu formi til ýmissa þrifa, nudda í erfiða bletti svo dæmi séu tekin.Grænsápan hentar líka einstaklega vel til þrifa á eldhúsáhöldum eins og pottum og pönnum. Ef þú vilt vera hagsýn/n og um leið huga að umhverfisáhrifum hvað varðar hreinisefna noktun er best að kaupa stóra fötu af grænsápu sem ekki er búið að þynna út, slík fata ætti að geta dugað í heilt ár miðað við venjulega heimilisnotkun.
Heimili
Tíu hlutir sem þú átt alls ekki að geyma í ísskápnum
Flest okkar finnst eins og það sé best fyrir öll matvæli að þau séu geymd í ísskápnum svo þau endist lengur. Það er rétt að þetta á við flest öll fersk matvæli en þó eru hlutir sem eiga alls ekki að vera geymdir inn í ísskápnum og nokkur ráð til að láta þá endast lengur.
Fimmtudagur 5. september 2019
Heimili
Lifandi byggð í óspilltri náttúru
Urriðaholt er nýtt og spennandi hverfi í Garðabæ með einstakt útsýni til allra átta. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og stutt í góðar samgönguæðar sem tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Svæðið býður uppá óþrjótandi möguleika til að stunda útivist, heilbrigða hreyfingu og ýmis konar sport og er hvetjandi fyrir alla til að hreyfa sig. Samgönguæðar tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins, eins og Reykjanesbrautina sem tryggir greiðar leiðir til allra átta. Öll þjónustu er til staðar, Kauptúnið þar sem IKEA, Costco, Bónus og fleiri verslanir eru, verslunarkjarninn við þorpið er aðeins í nokkurra mínútna akstursfjarlægð í þjónustu og verslun í Garðabæ, Hafnarfirði eða Kópavogi, eins og í Smáralindina.
Mánudagur 2. september 2019
Heimili
Flottasta pallapartýið í laxatungu þar sem bleiki liturinn og gleðin var við völd
Mikið var um að vera nýliðna helgi og meðal annars var haldin bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Bæjarbúar taka fullan þátt og leggja sig fram á metnaðarfullan hátt við að skreyta húsin sín, standa fyrir hver kyns viðburðum og halda að jafnaði götugrill og pallapartý. Berglind Hreiðarsdóttir matar- og kökubloggari með meiru, hefur sýnd að henni er margt til lista lagt. Hún stóð fyrir einu flottasta pallapartýinu í bleika hverfinu ásamt nágrönnum sínum þar sem metnaðurinn var framúrskarandi og hugsað fyrir hverju smáatriði með glæsilegri útkomu.
Heimili
Veitingahúsið hornið í sinni upprunalegu mynd í hjarta miðborgarinnar
Valgerður og eiginmaður hennar Jakob H. Magnússon eru eigendur Hornsins og fögnuðu nýverið 40 ára afmæli staðarins. Í tilefni þessa heimsótti Sjöfn, Valgerði, á veitingahúsið Hornið og fékk innsýn í tilurð og sögu staðarins og galdurinn bak við það að reka veitingahús á sama stað í fjörutíu ár.
Heimili
Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum
Margir þrá það ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti við á fallegum sumar- og haustkvöldum á huggulegum palli eða verönd í draumagarðinum. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sérhæfir sig í þvi að hanna draumagarðinn og uppfylla óskir hvers og eins. Sjöfn fékk að líta inn í tvo draumagarða með Birni, hvorn með sinn stíl, sem Björn hannaði í samráði við eigendur með frábærri útkomu. Um er að ræða raðhúsagarða þar sem náttúran nær að skarta sínu fegursta. Báðir garðirnar eiga það sameiginlegt að hugsað er fyrir öllum þörfum eigandanna og hver krókur og kimi er nýttur. Sjón er sögu ríkari.
Sunnudagur 1. september 2019
Heimili
Uppskrift: guðdómlega góðar og hollar bláberja- og haframúffur kristínar edwald eiga vel við á sunnudagsmorgni
Við litum inn til hennar Kristínar Edwald hæstarréttalögmanns LEX og fagurkera með meiru sem er okkar Martha Stewart fyrir snilld sína í eldhúsinu. Kristín hefur dálæti af því að setja saman ljúffengar veigar og bera þær fram á fallegan og hrífandi hátt. Henni er margt til lista lagt þegar kemur að bakstri, matreiðslu og drykkjarföngum og allt sem hún gerir er metnaðarfullt og aðlaðandi. Þegar okkur bar að garði að þessu sinni var Kristín búin að galdra fram guðdómlega góðar og hollar bláberja- og haframúffur sem eiga einstaklega vel við þegar haustið ber að garði. „Mér finnst ofboðslega gaman að gera tilraunir í eldhúsinu um helgar áður en krakkarnir vakna. Þau verða alltaf svo glöð þegar þau koma niður stigann og sjá eitthvað nýbakað á borðinu. Grunnurinn að þessari uppskrift er af pinterest en ég breytti henni dálítið, til dæmis minnkaði ég sykurmagnið, notaði spelt í staðinn fyrir hveiti, bætti í banana og notaði skyr.“
Fimmtudagur 29. ágúst 2019
Heimili
Úr hverju er drykkjarflaska barnanna í skólanum?
Við erum erum ávallt að reyna bæta okkur í umhverfisvitund og yngri kynslóðin verður æ meðvitaðari. Nú þegar skólarnir hafa allir hafið göngu sína er vert að fara yfir hvort við hugsum fyrir öllum smáatriðum og reynum að velja plastlausa valkosti á heimilinu. Drykkjarflöskur barnanna erum með því fyrsta sem þú ættir að skipta út. Þú þarft þó ekki endilega að fara út í búð og kaupa nýtt. Líklega áttu góða glerflösku heima, til dæmis utan af tilbúinni drykkjarvörur sem hægt er að nýta. Ef þú óttast að glerið geti brotnað í skóla- eða æfingatöskunni þá er hægt að fá húðað gler sem er nær óbrjótandi. Vert er þó að taka það fram að varnarhúðin innheldur oftar en ekki skaðleg plastefni.
Heimili
Fatnaður fyrir skólabörnin – kauptu notað og haldu vistspori þínu í skefjum
Reyndu að kaupa notuð föt, sérstaklega þegar þú kaupir föt á börn. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að því að endurnýja föt á ung börn og stundum hafa foreldrar staðið fyrir skiptimarkaðsdögum í skólum, leikskólum og hjá íþróttafélögum barna sinna. Útivistarfatnaður eins og pollagallar og vetrargallar eru oft eins og nýir þegar börnin vaxa upp úr þeim og ekki síst íþróttafatnaður.