Heimili
Föstudagur 20. september 2019
Heimili

Uppskrift: lambahryggur ala amma sem svíkur engann er uppáhalds hjá berglindi hreiðars

Haustið er skollið á með allri sinni fegurð og því fylgir líka að flestir fara að gefa sér meiri tíma í eldhúsinu og elda sína uppáhalds haustrétti. Haustinu fylgir nefnilega líka ákveðnar matarvenjur, hefðir og siðir. Sjöfn Þórðar heimsótti Berglindi Hreiðarsdóttir matar- og kökubloggara með meiru og fékk hana til að segja frá sínum uppáhalds haustrétti og hvað heillar hana við haustið.
Heimili

Svona áttu að mála: 10 frábær ráð sem létta málningarvinnuna til muna - sjáðu myndirnar

Það þekkja festir sem hafa málað að oftast er mesta vinnan falin í undirbúning og þrifum eftir að málað er, ekki í því að rúlla veggina. Þessi ráð hjálpa bæði að einfalda vinnuna og spara tíma við þrifin þegar búið er að mála.
Laugardagur 14. september 2019
Heimili

Uppskrift: heimsins bezta bananatertan hans gauja litla – leyndarmálinu ljóstrað upp, þú átt eftir að elska þessa

Sjöfn Þórðar heimsótti Gauja litla á dögunum á Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði og fékk að njóta gestrisni hans og leiðsögn um safnið. Einnig fékk Sjöfn Gauja litla til að ljóstra upp uppskriftinni af hans uppáhalds köku sem hann bauð uppá og rann ljúflega niður enda heimsins bezta bananaterta sem undirrituð hefur smakkað.„Hér kemur um 70 ára gömul uppskrift sem ég fékk frá henni mömmu. Þessi bananaterta hefur gengið í gegnum lífið með mér. Það voru ekki jól eða páskar án þessarar elsku,“ segir Gaui litli og brosir. „Og ég er ekki einn um að halda svona uppá þessa tertu. Til mín á safnið hafa komið aðilar sem komu til mömmu í gamla daga á tyllidögum og tala um að tertan taki þá til baka í þessar líka ljúfu minningar. Við bökum þessa tertu á safninu hjá mér, á kaffihúsinu Hvíta Fálkanum, þar sem hún rennur yfirleitt strax út og er rómuð af gestum kaffihússins.“
Föstudagur 13. september 2019
Heimili

Er ekki plastlaus september? minna plast með aarke sódavatnstækinu – flottasta á markaðinum í dag

Þetta forkunnarfagra sódavatnstæki, Aarke sómir sér vel í hverju eldhúsi, hvort sem það er svart, hvítt, grátt, gyllt eða kopar. Þetta er tækið sem á að standa upp á borði en ekki fela inn í skáp, enda mikið augnakonfekt. Svo er það líka laust við plastflöskur. Þú þarft nú ekki lengur að bera með þér plastflöskur af kolsýrðu vatni heim úr búðinni. Flaskan sem fylgir með er úr gleri, allt til að auka á umhverfisvænleikann og að minnka plast. Hægt er að kaupa auka flöskur og eiga þannig tilbúið kolsýrt vatn inn í ísskáp eða bragðbæta til hátíðabirgða.
Fimmtudagur 12. september 2019
Heimili

Flottasta húsráð allra tíma: svona bakar þú marengs á 2 mínútum

Húsráð dagsins kemur frá Pressunni og ætti að svíkja engan. Þetta einfalda húsráð ættu allar húsmæður og húsferður að kunna. Eina sem þú þarft er eggjahvíta, flórsykur og örbylgjuofn. Þannig getur þú töfrað fram dýrindis marengs á aðeins tveimur mínútum.
Miðvikudagur 11. september 2019
Heimili

Uppskrift: ekta ítalskt lasagna sem allir sælkerar elska

Á fallegum haustkvöldum er fátt betra en að snæða sælkeramáltíð og njóta með fjölskyldunni við kertaljós. Sjöfn Þórðar, sælkeri, er iðin við að elda sælkeramáltíð fyrir fjölskylduna og nýtur hverra stundar meðan eldað er. „Þessi uppskrift af ekta ítölsku lasagna er í miklu uppáhald á mínu heimili og matargestir okkar eru trylltir í þetta lasagna. Þessi uppskrift kemur frá góðu stjúpu minni og er heimsins bezta lasagna sem ég hef smakkað,“ segir Sjöfn. Það verður enginn svikinn af þessari uppskrift. Það er bæði hægt að nota ferskar lasagnaplötur eða þessar hörðu.
Þriðjudagur 10. september 2019
Heimili

Svona brýtur þú saman teygjulök: ómissandi myndskeið sem léttir þér lífið - sjáðu myndbandið

Eins ómissandi og teygjulok geta verið finnst mörgum ómögulegt að brjóta þau snyrtilega saman.