Heimili
Föstudagur 27. september 2019
Heimili
Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum í dag
Fasteignaviðskipti eru alla jafna stærstu fjárhagslegu viðskipti sem einstaklingar gera á lífsleiðinni og þau viðskipti eru ekki tíð. Því er mikilvægt að afla sér góðra upplýsinga áður en haldið er af stað, fá útskýringar frá sérfræðingum, kynna sér markaðinn vel sem og sértstaklega þau lánakjör sem í boði eru. Við heimsóttum Pál Frímann Árnason, vörustjóra útlána hjá Íslandsbanka til að fara yfir muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum eins og staðan er í dag.
Fimmtudagur 26. september 2019
Heimili
Þessar verður þú að prófa – syndsamlega ljúffengar kökur sem bráðna í munni: uppskrift
Í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar, Örnu Guðlaugu Einarsdóttur kökuskreytingarmeistara og sælkera heim í eldhúsið. Sjöfn fékk Örnu til að sýna helstu leynitrixin þegar kemur að því að skreyta kökur. Örnu er margt til lista lagt og er snillingur þegar kemur að því að töfra fram ljúffengar og glæsilegar kökur sem skreyttar eru eftir óskum hvers og eins. Ekkert verkefni er of flókið fyrir Örnu og Arna nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir í kökuskreytingum. Í tilefni heimsóknarinnar bauð Arna uppá guðdómlegar ljúffengar kökur, annars vegar Gulrótarköku Örnu og hins vegar Kanilköku að hætti Örnu. Kökurnar voru skreyttar í fallegum haustlitum þar sem listrænir hæfileikar Örnu fengu að njóta sín til fulls. Báðar kökurnar voru syndsamlega ljúffengar og kremið á Gulrótarkökunni var hreint lostæti og bráðnaði í munni, að sögn Sjafnar. Þessar verður þú að prófa.
Miðvikudagur 25. september 2019
Heimili
Vilt þú eignast sumarhöll arion banka? var aðeins ætluð æðstu stjórnendum
„Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. Orlofshúsið, sem er rúmlega 172 fermetrar að stærð, er á 9,6 hektara eignarlóð og var byggt árið 2004.“ Frá þessu er greint í Markaðinum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Þriðjudagur 24. september 2019
Heimili
Hinn fágaði jólaórói frá georg jensen 2019 er kominn
Senn líður að jólum og jólahönnunar vörurnar streyma í verslanir. Jólaóróinn 2019 frá George Jensen er kominn til landsins og í ár er hann hannaður af Sanne Lund Traberg. Í ár er það hjartalaga órói sem gleður. Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól. Það má með sanni segja að jólaórinn frá Georg Jensen sé mikið augnakonfekt og setji fágað yfirbragð þar sem hann hangir og skreytir heimilin á stílhreinan hátt.
Heimili
Fimm dýrustu eignirnar í miðbænum - sjáðu myndirnar
Fasteignaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár og reglulega skapast umræðan um það hvernig ungt fólk eigi að geta keypt sig inn á markaðinn í dag.
Mánudagur 23. september 2019
Heimili
Ekki boðlegt að það taki allt að þrjár vikur að fá þinglýsingu
Það er margt sem þarf að gera þegar fasteignakaup og sala fara fram og til að allt gangi hnökralaust fyrir sig á skilvirkan og skjótan hátt þarf kerfið að virka. Guðbergur Guðbergsson löggiltur fasteignasali frá Fasteignasölunni Bæ verður gestur hjá Sjöfn Þórðar og fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum í dag, hvað hefur breyst og gert söluferlið erfiðra og lengra en þörf er á. Guðbergur segir að það sé ekki boðlegt að það skuli taka allt að þrjár vikur að fá þinglýsingu í gegn hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu. Meira um þetta í þættinum í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.
Heimili
Arna kennir leynitrixin þegar kemur að því að skreyta kökur með listrænum hætti
Sjöfn Þórðar heimsækir Örnu Guðlaugu Einarsdóttur í eldhúsið og vinnustofu kökuskreytingameistarans á fallegu heimili hennar og fjölskyldunnar í Garðabænum. Örnu er margt til lista lagt og listrænir hæfileikar hennar skína í gegn þegar kemur að því að baka og skreyta kökur. Hún bakar og skreytir eftir sérsóskum hvers og eins og ekkert verkefni er of flókið. Skemmtilegast finnst Örnu að fá nýjar hugmyndir af kökuskreytingum sem er hrein áskorun að takast á við. Góð vinnuaðstaða er lykilatriði fyrir baksturinn og skreytingar og fyrir því hefur Arna hugsað til þaula. Arna sýnir nokkur leynitrix þegar kemur að því að skreyta kökur með listrænum hætti. Missið ekki af þessu skemmtilega innliti í eldhús kökuskreytingarmeistarans í kvöld, sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
Laugardagur 21. september 2019
Heimili
Þessi þrjú lykilatriði við fasteignakaup skipta öllu máli
Fasteignaviðskipti eru alla jafna stærstu fjárhagslegu viðskipti sem einstaklingar gera á lífsleiðinni og þau viðskipti eru ekki tíð. Því er mikilvægt að afla sér góðra upplýsinga áður en haldið er af stað, fá útskýringar frá sérfræðingum, kynna sér markaðinn vel sem og þá eign sem um ræðir. Hægt er að benda á fjölmörg atriði sem ber að hafa í huga en einkum eru það þrjú lykilatriði sem sérfræðingar leggja áherslu á að höfð séu í huga þegar kemur að því að kaupa fasteign.
Heimili
Töfraráð til að hreinsa hvíta íþróttaskó og sóla
Hver kannast ekki við að hvítu íþróttaskórnir eru orðnir haugdrullugir og erfitt er að ná óhreinindum af hvítu sólunum? Þvottasódi er töfraefni þegar kemur að því að þrífa hvíta íþróttaskó og sóla. Kosturinn við þvottasóda er að hann er fjölnota heimilishreinsiefni, vistvænn og ódýr kostur. Gott er að maka honum með litlu bursta, til dæmis tannbursta á sóla á hvítum íþróttaskóm og þvo þá. Skórnir munu verða eins og nýir.
Heimili
Vissir þú þetta um plastskurðarbretti?
Staðreyndin er sú að í hvert sinn sem við skerum í plastbretti losna plastagnir og margar þeirra enda í maganum á okkur. Bakteríur safnast fyrir í skurðarfarið í plastbrettunum en hins vegar ef við notum viðarbretti sem er miklu betri kostur sér viðurinn nánast um það sjálfur að hreinsa sig. Viðarskurðarbretti eru umhverfisvænni og betri kostur en plastið. Tannínið í viðnum er heilbrigt og náttúrulegt efni fyrir okkur fólkið en steindrepur hins vegar bakteríur sem er góður kostur. Við skurð á viðarbretti losnar um örlítið tannín sem er í góðu lagi. Viðarbretti er því mun betri og heilbrigðari kostur heldur en plastbretti.