Heimili
Sunnudagur 6. október 2019
Heimili
Vesturbærinn gamalgróið hverfi með sterka ímynd og sögu
Vesturbærinn er eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar og íbúar njóta góðs af nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu. Það er feyki mikið framboð af afþreyingu fyrir fjölskyldur að finna í Vesturbænum. Í göngu- og hjólafæri er að finna fjölbreytta þjónustu af ýmsu tagi að finna, verslanir, leik-, grunn- og háskóla og menningarsetur svo dæmi séu tekin. Á góðvirðis dögum er meðal annars hægt að njóta og gera sér glaðan dag með því að rölta eða hjóla í Ísbúð Vesturbæjar eða í Brauð & Co og næla sér í ljúffengt bakkelsi og súrdeigsbrauð en í hjarta Vesturbæjarins er ýmis þjónusta í boði í göngufæri. Þar má einnig nefna Kaffi Vest, Blómagallerí, Fiskisjoppuna Fisherman. Einnig er stutt út á Granda en þar eru líka mikli flóra veitingastaða, kaffihúsa, listasmiðja og fjölbreytt afþreying. Einnig eru helstu matvöruverslanir landsins að finna í Vesturbænum, á Fiskislóð eru Krónan, Nettó og Bónus til húsa ásamt fjölmörgum öðrum sérvörusverslunum.
Heimili
Vissir þú þetta um gler?
Gler hefur marga góða eiginleika og býr yfir fjölmörgum kostum. Gler er búið til úr sandi, kalki og sóda (natróni) og kostir þessara blöndu eru mjög góðir. Helstu kostir glers eru að það hefur ekki áhrif á bragðskyn, drekkur ekki í sig spilliefni, gefur ekki frá sér spilliefni, er lyktarlaust, er auðvelt að þrífa og er besta geymsluílátið sem völ er á fyrir matvæli og drykki. Gler bráðnar við 1500 gráðu hita sem drepur hvers kyns bakteríur og brennir upp hættuleg efni sem hafa náð að festast við yfirborð þess. Staðreyndin er sú að glerílát, eins og krukkur og flöskur eru margfalt betri valkostur fremur en plastílát vegna alls þessa.Flaska úr margnota gleri er notuð allt að 50 sinnum áður en hún er brædd. Endurvinnsluhlutfall glers er mjög hátt eða yfir 80-90% og er þar fremst í flokki endurvinnanlegra hráefna og vel það. Kosturinn við glerið er að hægt er að vinna endalaust nýtt gler úr gömlu. Engin efnahvörf verða á milli umbúða og innihalds glers. Hægt er að gera enn betur með því að nýta gler í meiri mæli en gert er í dag. Meðal annars er hægt að gera það með því að auka vægi drykkjarfanga í gleri. Hér áður fyrir voru glerflöskur fremstar í flokki fyrir drykkjarföng og ýmis matvæli. Kannski væri ráð að taka það til fyrirmyndar.
Laugardagur 5. október 2019
Heimili
Uppskrift: hægelduð nauta stuttrif sem æra gestina – tryllingslega ljúffeng
Haustið lætur til sín taka þessa dagana með öllum sínum litbrigðum og gusti. Flestir eiga sína uppáhalds haustrétti og njóta þess að gefa sér tíma að elda á meðan haustið lætur að sér kveða fyrir undan gluggann. Sjöfn Þórðar spjallaði við Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins og matarbloggara með meiru um haustið og hennar uppáhalds haustrétti. Í tilefni þess galdraði Anna Björk fram einn af sínum uppáhalds haustrétti, hæg elduð nauta stuttrif ásamt meðlæti sem láta engan ósnortinn. Matargestir hennar sem hafa bragðað þennan rétt standa á öndinni yfir bragðinu sem kitlar bragðlaukana. Það má með sanni segja að rifin séu tryllingslega ljúffeng. Sjöfn fékk Önnu Björk til að ljóstra upp uppskriftinni af þessum sælkera haustrétti sem vert er að prófa.
Fimmtudagur 3. október 2019
Heimili
Uppskrift: hinn fullkomni haustréttur írisar ann – graskers ravioli sem bráðnar í munni
Haustið er skollið á með allri sinni fegurð og því fylgir líka að flestir fara að gefa sér meiri tíma í eldhúsinu og elda sína uppáhalds haustrétti. Haustinu fylgja líka ákveðnar matarvenjur, hefðir og siðir sem gleðja. Að þessu sinni heimsótti Sjöfn Þórðar, Íris Ann Sigurðardóttur, ljósmyndara og athafnakonu og annan eiganda The Cooco´s Nest og Luna Flórens. Sjöfn fékk Írisi Ann til að segja frá sínum sínum uppáhalds haustrétti og sögunni bak við hann.
Þriðjudagur 1. október 2019
Heimili
Rósa varð að kaupa sófa í costco : mælir ekki með honum : „ekki fer maður að keyra 500 kílómetra með tóma kerru“
Rósa Guðrún Linnet keypti sér á dögunum sófasett í verslunarrisanum Costco. Eftir að hafa keypt sófann, keyrt hann heim til sín út á land og sett hann saman ákvað hún að „mæla ekki“ með honum.
Mánudagur 30. september 2019
Heimili
Nýjustu stefnur og straumar í hönnun innréttinga og nýjasta tæknin á smíðaverkstæðinu
Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið GKS innréttingar og spjallar við Sif Hermannsdóttur innanhússarkitekt um nýjustu stefnur og strauma í innanhússhönnun þegar kemur að því að hanna eldhús og bað. Dökkir litir eru að koma sterkir inn og hugsað er fyrir hverju smáatriði þegar kemur að því að hanna draumaeldhúsið. Einnig heimsækir Sjöfn, Einar Finn Brynjólfsson verkstjóra á smíðaverkstæðið hjá GKS sem kemur skemmtilega á óvart. Leyndardómurinn bak við smíðina leynist inná verkstæðinu. Missið ekki af þessu áhugaverða innliti til GKS innréttinga í kvöld. Sjón er sögu ríkari.
Heimili
Cardin tískuhúsið frumsýnt með pomp og prakt í bíó paradís
RIFF sýnir myndirnar þrjár sem keppa um LUX verðlaunin í ár. Frá árinu 2007 hafa LUX verðlaun Evrópuþingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega um málefni almennings í Evrópu. Í ár keppa myndirnar Óleyst mál Hammarskjölds, Yfirráðasvæðið og Guð er til, hún heitir Petrunya um verðlaunin. Í gær var móttaka í tilefni af LUX verðlaununum með léttum veitingum í boði sendinefndar ESB á Íslandi. Athöfnin rann saman við frumsýningu á Cardin tískuhúsinu sem var á svipuðum tíma í troðfullri Bíó Paradís.
Heimili
Móðir varar foreldra við vinsælu barnarúmi frá ikea: „hræðilegt að vakna upp við þetta - vil alls ekki að þetta komi fyrir fleiri börn“
Móðir varar við stækkanlegu barnarúmi sem fæst í IKEA og er algengt á íslenskum heimilum eftir að sonur hennar lenti í slæmu atviki núna um helgina.
Heimili
Hvernig sjá landslagsarktitektar fyrir sér framtíðina í hönnun garða?
Tímarnir breytast og áherslurnar breytast í takt við tímann og þróunina í heiminum. Sjöfn Þórðar fær til sín landslagsarkitektana, Björn Jóhannsson og Svönu Rún Hermannsdóttur og ræðir framtíðina í hönnun garða með tilliti til loftlagsmála og breyttum lífstíls mannfólksins. Staðan í dag, er sú að við þurfum að huga umhverfisjónarmiðum og leggja okkar af mörkum þegar við hönnum draumagarðinn. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Laugardagur 28. september 2019
Heimili
Köngulærnar eru farnar að sækja inn í hlýjuna : loksins komin lausn
Þegar kólnar í veðri fara skordýrin að færa sig inn í hlýjuna til fólks og í flestum tilfellum er það húseigendum ekki að skapi.
Heimili
Uppskrift: geggjaðar franskar crêpes með nutella og banönum sem trylla mannskapinn
Um helgar er lag að gera betur við sig og sína og töfra fram ómótstæðilega ljúffengar veitingar sem slá í gegn. Það má með sanni segja að franskar Crêpes með nutella og banönum slái í gegn og trylla alla þá sem elska nutella og banana. Hin fullkomna blanda með kaffinu eða í eftirrétt sem ávallt hittir í mark. Hvað er betra á fallegum haustdegi sem þessum.