Heimili
Laugardagur 19. október 2019
Heimili

Múmín vetrarbollinn í ár skarta sínu fegursta með vandaðri og fágaðri hönnun

Biðin eftir nýjasta vetrarbollanum í Moomin línunni er senn á enda. Í ár kynnir Moomin vetrarbollan Crown Snow Load þar sem snjóþung grenitré eru í aðalhlutverki. Þetta er framhald af fyrri vetrarlínum Moomin sem sýnir vönduð vinnubrögð Tove Jansson. Hún notaði stuttar og skarpar línur til að túlka ljós og skugga í skammdeginu. Veturinn er túlkaður í myndskreytingunum eins og kemur fyrir þegar snjóþyngslin eru hvað mest og veturkonungur blæs og minnir á sig. Myndskreytingarnar eru byggðar á bók Tove Jansson Moominland Midwinter sem kom út árið 1957. Línan samanstendur af krús, skál, mini-krúsum og skeiðum.
Heimili

Súkkulaðiunnendur geta hlakkað til jólanna

Margir súkkulaðiunnendur hafa beðið spenntir eftir vetrarlínu Omnom sem ávallt tengir við jólin. Nú er biðin á enda, vetrarlína Omnom er komin út og sækir innblástur sinn í alíslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jólahátíða. Omnom sækir innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin. Að þessu sinni urðu þrjár bragðtegundir liðinna ára fyrir valinu og færa landsmönnum hinn sanna íslenska jólaanda.Einnig er gjafaaskja Omnom með vetrarlínunni komin í hús og inniheldur vetrarsúkkulaðistykkin, úr vetrarlínu Omnom. Gjafaöskjurnar eru mikið augnakonfekt og vekja eftirtekt fyrir einstaklega fallegar og smekklegar umbúðir sem ættu að sóma sér vel í jólapakka allra súkkulaðiunnenda og fagurkera.
Þriðjudagur 15. október 2019
Heimili

Tímalaus fegurð og glæsileiki í forgrunni

Árið 1962 hönnuðu Castiglioni bræðurnir þetta meistaraverk, klassíska Arco lampann sem hefur farið sigurför um heiminn og heillað marga upp úr skónum. Innblásturinn sóttu Castiglioni bræðurnir af einfaldri hönnun ljósastaura. Stálsveigurinn sem heldur lampanum uppi sameinar hagkvæmni, gæði, sveigjanleika og styrk. Steinfóturinn sem ber ljósið upp er gerður úr Carrara marmara, einfaldlega til þess að fá sem mestan massa án þess að taka mikið pláss. Gatið í marmaranum er til þess að auðvelda það að lyfta fætinum en ekki bara til skrauts og skáskorin hornin eru til þess að enginn meiði sig. Hér er hugsað fyrir hverju smáatriði og vandað til verka á metnaðarfullan hátt. Það má með sanni segja að notagildið hafi verið að leiðarljósi í allri hönnun Arco lampans en niðurstaðan er engu að síður fegurð og glæsileiki fram í fingurgóma í hverri línu. Arco lampinn fæst hjá Lumex og nýtur mikilla vinsælda hjá fagurkerum.
Heimili

Skúli mogensen selur glæsivilluna á seltjarnarnesi

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air hefur auglýst glæsivillu sína á Seltjarnarnesi til sölu á netinu og er húsinu lýst sem einu af tilkomumesta einbýlishúsi á Íslandi.
Mánudagur 14. október 2019
Heimili

Tekur hrekkjavökuna alla leið og elskar að skreyta í fallegum haustlitum

Það styttist óðum í hrekkjavökuna ógurlegu sem er orðin vinsæl á mörgum íslensku heimilum í dag. Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár og þeim fjölskyldum og heimilum fjölgar frá ári til árs sem taka þátt. Sumir taka hrekkjavökuna alla leið og skreyta heimili sín hátt og lágt auk þess að halda í hefðir og siði vökunnar. Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari er ein af þeim sem tekur hrekkjavökuna alla leið og heldur líka glæsileg og litrík matarboð í tilefni hennar. Sjöfn heimsækir Örnu inn á heimili hennar og fær innsýn í undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna þar sem heimilið er undirlagt og öllu tjaldað til. Arna segist vera dolfallin aðdáandi Hrekkjavökunnar og bætir í skreytingarsafnið á hverju ári. „Ég elska haustlitina og appelsínugula litinn sem er aðal Hrekkjavökuliturinn,“ segir Arna og er ótrúlega spennt fyrir því sem koma skal. Missið ekki af litríkum þætti í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.
Heimili

Haustið góður tími til að undirbúa garðinn fyrir næsta sumar

Haustið er falleg árstíð þar sem litadýrð gróðursins nær ákveðnu hámarki. Haustinu fylgja einnig ýmsar fallegar haustplöntur og býður haustið upp á mörg tækifæri fyrir komandi árstíðir. Sjöfn fær Vilmund Hansen blaðamann Bændablaðsins og garðyrkjufræðing frá Blómaval í heimsókn og spjallar um tækifærin sem í boðið eru og hvað við getum gert utandyra fyrir heimilin og fasteignir. „Haustið er góður tími til að undirbúa garðana fyrir næsta sumar og er tími haustlaukana,“ segir Vilmundur. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Heimili

Kóríander-lime-hvítlauks sósa/dressing - geggjuð á salatið og einnig með grilluðu lambakjöti

Þessi sósa/dressing er vegan, glútenlaus, þarf enga eldun, er olíu, sykur og soja laus.
Sunnudagur 13. október 2019
Heimili

Uppskrift: ómótstæðilega ljúffeng bernaisesósa sem toppar helgarsteikina

Fáar sósur hafa notið jafnmikla vinsælda í áranna rás eins og bernaisesósan ljúfa. Sósan er upphaflega frönsk og Frakka eru þekktir fyrir list sína í matargerð og bernaisesósan er þar engin undantekning. Bernaisesósan er ómótstæðilega góð með steikum, sérstaklega nautalund og öðrum nautasteikum. Hún er allra best þegar hún er lögðu frá grunni á metnaðarfullan hátt þar sem ástríðan fyrir sósugerð er í forgrunni.
Laugardagur 12. október 2019
Heimili

Uppskrift: gómsæta fléttan með löðrandi súkkulaði sem fylgdi frá kiel sem enginn stenst

Flest okkar höldum við í ákveðnar hefðir og siði þegar við bjóðum gestum heim. Sumir eru duglegir enn daginn í dag, að kalla á fjölskyldur sínar og vini og bjóða í kaffiboð um helgar. Það má með sanni segja að það hafi farið minnkandi síðustu áratugina og jafnvel tímabært að taka aftur upp gamla, góða siði og venjur og hitta fólkið sitt oftar. Tolly Thorlacius sælkeri og listabakari með meiru er ein af þeim sem heldur fast í hefðir og er iðin að bjóða heim í ljúffengt bakkelsi og stórar matarveislur og veit ekkert skemmtilegra en að fá gesti í heimsókn og spjalla um lífið og tilveruna. Tolly er margt til lista lagt, hún bakar meðal annars listrænar og fagurlegar skreytar kökur, er mikill matgæðingur og einstakur gestgjafi. Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona heimsótti Tolly á dögunum og lék forvitni að vita hvort hún ætti sitt uppáhalds bakkesli eða köku fyrir helgarkaffið sem hún væri til í að gefa uppskriftinni af.
Mánudagur 7. október 2019
Heimili

Sá ekki húsnúmerin í skammdeginu í vinnu sinni og ákvað að hanna húsnúmer með lýsingu

Fjölbreytt úrval er til að húsnúmerum og það má með sanni segja að þau sjáist misvel í skammdeginu á Íslandi. Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri fékk nýja hugmynd af gerð húsnúmera og gerði sér lítið fyrir og hannaði húsnúmer, með LED lýsingu, eftir að hafa lent í því ótt og títt að sjá ekki húsnúmerin í starfi sínu sem leigubílstjóri. Sjöfn fær Böðvar til sín og þau fara yfir tilurð LED húsnúmeranna og útlit þeirra. Meira um LED húsnúmerin í þættinum í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30
Heimili

Það auðveldasta sem við getum gert er að hætta að henda mat

Fram hefur komið að við hendum þriðjungi af öllum mat sem framleiddur er í heiminum og það verður að bregðast við þessari sóun. Rakel Garðarsdóttir er stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu um sóun matvæla, verður gestur hjá Sjöfn Þórðar og ræðir um mikilvægi þess að við öll þurfum að bregðast við matarsóunni með afgerandi hætti. Rakel segir að það auðveldasta sem við getum gert er að hætta henda mat. Jafnframt segir Rakel að með því að draga úr mat¬ar¬sóun megi nýta betur auð¬lind¬ir, spara fé og draga úr los¬un gróð-ur¬húsa¬loft¬teg¬unda. Meira um þetta í þættinum í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.
Heimili

Mikilvægt að innanhússarkitektar og lýsingahönnuðir vinni saman þegar kemur að innanhússhönnun

Það er margt sem þarf að huga að þegar við veljum ljós og lýsingu í híbýlin okkar og fasteiginir og jafnframt skiptir máli að huga að orkunotkunni. Sjöfn heimsækir Helga Kristinn Eiríksson hjá Lúmex sem ætlar að gefa nokkur góð ráð þegar kemur að því að velja lýsingu. Helgi fer yfir mikilvægi þess að þegar verið er að hanna og innrétta rými eins og eldhús og baðherbergi að hugað sé að lýsingunni. Hönnun á lýsingu er mikilvægur liður í heildrænni hönnun nútíma híbýla og fyrirtækja og því getur góð lýsing aukið vellíðan og jafnvel aukið vinnuafköst til muna. Einnig fáum við að sjá það nýjasta í ljósum, bæði sem snýr að fagurfræðinni og notagildinu. Missið ekki af áhugaverðum þætti í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.