Heimili
Föstudagur 25. október 2019
Heimili

Kynna fasteignakaup í flórída í hörpu á morgun - eru í samstarfi við stærsta byggingarverktaka bandaríkjanna

Á morgun mun fasteignasalan Florida Húskaup vera með kynningu í Hörpu fyrir fólk sem hefur áhuga að kaupa fasteign í Flórída ríki í Bandaríkjunum. Fasteignakaup erlendis geta verið flókin og er því mikilvægt að fólk kynni sér málin mjög vel áður en fjárfest er í fasteign erlendis.
Heimili

Uppskrift: heitfenga og matarmikla spænska kjötsúpan potaje hennar maríu gomez hlýjar á köldum vetrardegi

Fyrsti vetrardagurinn er í nánd og veturkonungur þegar er farinn að láta á sér kræla. Vetrinum fylgir margt skemmtilegt og gefandi eins og bókaútgáfa og meiri eldamennska oftast nær. Þessa dagana er flæða inn nýjar og spennandi bækur. Á dögunum kom út bókinni „Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum“ þar sem sex matgæðingar og sælkerar í íslenska matarbloggaraheiminum leiða saman hesta sína með einstakri útkomum. Um er að ræða samansafn af vinsælustu uppskriftum matar- og sælkerabloggarana sem eru hinar fjölbreyttustu og kitla bragðlaukana. Bloggarnir sem um ræðir eru þær Anna Eiríks, Berglind Hreiðars, Hildur Rut Ingimars, Lólý, María Gomez og Tinna Alavis. Hér eru saman komnar einna færustu og hugmyndaríkustu matar- og sælkerabloggara sem við eigum og útkoman eftir því.Í tilefni þessa ætlar að Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona og sælkeri að heimsækja þær allar og fá þær til ljóstra upp sínum uppáhalds vetrarrétti og segja frá sögunni bak við hann. Sjöfn byrjaði á því að heimsækja Maríu Gomez sem er margt til lista lagt. Hún er ekki bara eldklár kokkur og bakari, heldur er hún líka mikill fagurkeri og ber heimili hennar sterk merki. Listrænir hæfileikar Maríu koma kom fram í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Fimmtudagur 24. október 2019
Heimili

Uppskrift af gómsætu kryddbrauði - fullkomið í kuldanum

Það er fátt sem jafnast á við nýbakað kryddbrauð og ilminum sem því fylgir nú í kuldanum sem hertekur landið okkar.
Miðvikudagur 23. október 2019
Heimili

Uppskrift af besta heitarétti sem þú munt bragða

Þessi réttur klárast upp til agna í öllum veislum. Hann er einfaldlega langbestur.
Heimili

Lærðu að gera ljúffenga brauðtertu á aðeins 2 mínútum: sjáðu myndbandið – þetta er ekkert mál!

Virkilega girnileg sælkerabrauðterta sem allir ættu að geta búið til.

Þriðjudagur 22. október 2019
Heimili

Skelfing meðal íbúa í mosfellsbæ: „enginn virðist vita hvaða menn þetta séu eða hvar í kjósinni þeir eru að láta þá út“

Íbúar í Mosfellsbæ hafa í nokkur ár lifað í hræðslu og óttast um heimiliskettina sína. Hafa margir íbúar þar upplifað slíkan harmleik, að heimilisdýrið hefur horfið á dulanfullan hátt og ekki komið aftur í leitirnar.
Heimili

Þvílík upplifun á tískusýningu geysis sem frumsýnd var með pomp og prakt - stílhrein og minimalísk innblásin af verkum ásmundar sveinssonar

Splunkuný og stórglæsileg fatalína frá Geysi var frumsýnd á dögunum með pomp og prakt í Listasafni Reykjavíkur. Þvílík flugeldasýning að njóta og upplifunin stórkostleg. Farið var aðeins til tíunda áratugarins þar sem stílhreinar línur heilluðu. Línan heitir Fýkur yfir hæðir og er innblásin af verkum Ásmundar Sveinssonar, stílhrein og minimalísk og fangar augað. Hönnuður nýju línunnar er Erna Einarsdóttir yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Geysis. Vinnan við línunna hófst veturinn 2018 þegar Erna var í fæðingarorlofi. „Þann vetur varð á vegi mínum stytta nokkur af móður faðma barn sitt, sem snerti streng í hjarta mínu. Þar var á ferðinni einn af fjölmörgum málmskúlptúrum Ásmundar Sveinssonar en verk hans má finna víða í höfuðborginni. Má því segja að rölt mitt um borgina í leit að skúlptúrum Ásmundar hafi haft áhrif á línuna, enda er Reykjavík óþrjótandi innblástur fyrir mig,“ segir Erna um innblástur línunnar.
Mánudagur 21. október 2019
Heimili

Mikilvægt að undirbúa aðventuna tímanlega og muna að njóta hennar

Tíminn líður hratt og áður en við vitum af verður kominn desember og aðventan ber að garði. Svava Halldórsdóttir, listrænn ráðgjafi er þegar farin að huga að aðventunni og er iðin við að hanna og gera aðventuskreytingar af ýmsu tagi. Sjöfn Þórðar heimsæki Svövu á vinnustofu hennar Skipið og fær innsýn í það sem koma skal fyrir aðventuna. Svava er skapandi og listræn og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að því að hanna og skreyta fyrir aðventuna. Hún veitir faglega ráðgjöf til verslana og fyrirtækja, sér um hönnun og gerð gluggaútstillingar auk þess sem hún veitir einstaklingsráðgjöf fyrir heimili. „Ég mæli með því að fólk undirbúi aðventuna tímanlega og muni að njóta hennar, betra að byrja fyrr en seinna að undirbúa skreytingar og setja aðventuna upp til að njóta hennar,“ segir Svava og veit hvað hún syngur.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.
Heimili

Ef ég mætti velja einn hlut til að taka með mér myndi ég velja bókina sem bjargaðist úr brunanum hjá ömmu minni

Gamlir hlutir og innanstokksmunir heilla suma meira enn aðra. Hilmar Foss er einn þeirra sem á einstakt safn af hlutum, innstokksmunum og bílum, svo fátt sé nefnt. Mest megnis er það frá fjölskyldu hans og fólki sem hefur tengst honum á lífsleiðinni á einn eða annan hátt. Auk þess sem hann hefur afar gott auga fyrir sérstökum hlutum sem eiga sér sögu og vekja eftirtekt. Sjöfn Þórðar heimsækir Hilmar Foss þar sem hann býr suður með sjó í Garði og fær að skyggnast inn til hans, aftur til fortíðar. Það má með sanni segja að hluta íslenskrar arfleiðar megi finna hjá Hilmar Foss, sem sumir myndu segja að væru gull og gersemar. Hilmar Foss á marga hluti og innanstokksmuni sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hann, þó er einn hlutur sem stendur upp úr. „Ef ég mætti velja einn hlut til að taka með mér myndi ég velja bókina sem bjargaðist úr brunanum hjá ömmu minni,“ segir Hilmar Foss. Missið ekki af áhugaverðu innliti í þættinum í kvöld.Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.
Sunnudagur 20. október 2019
Heimili

Uppskrift: sjölaga kóngulóarídýfan sem tryllir gestina

Framundan er hrekkjavakan ógurlega sem hefur verið að ryðjast sér til rúms hjá íslenskum fjölskyldum. Ein af þeim sem fer alla leið þegar kemur að hrekkjavökuhátíðinni er Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari með meiru. Arna skreytir heimilið hátt og lágt, sker út grasker með fjölskyldunni, velur búningaþema fyrir ár hvert og til að toppa hrekkjavökuna heldur Arna heljarinnar hrekkjavökumatarboð þar sem veigarnar eru allar tegndar hrekkjavökunni á einn eða annan hátt. Sjöfn Þórðar heimsótti Örnu á dögunum í þættinum Fasteignir og heimili þegar undirbúningur fyrir hrekkjavökuna stóð sem hæst. Sjöfn fékk Örnu til að segja frá uppskriftinni af Sjölaga Kóngulóarídýfunni sem er tilvalinn réttur til að bjóða uppá á hrekkjavökunni sem er fimmtudaginn 31.október næstkomandi. Gott er að byrja að undirbúa vökuna og meðal annars með því að velja þá rétti sem gaman væri að bjóða uppá í tilefni vökunnar.
Heimili

Kollagen kaffi er nýjung á norðurbakkanum – fullt af hollustu og næringarefnum

Nýjasta kaffitegundin, Kollagen kaffi, hefur látið dagsins ljós á Norðurbakkanum sem er huggulegt kaffi- og bókahús í hjarta Hafnarfjarðar. Norðurbakkinn hefur í samstarfi við Feel Iceland þróað nýjan kollagen hafralatte. Bollinn er afar ríkur af næringar- og bætiefnum og inniheldur meðal annars túrmerik, cayanne pipar, kollagen og kókósolíu. Drykkurinn er spennandi nýjung í kaffiflóru Norðurbakkans, sem leitast við að prófa og þróa góða hluti sem falla vel að gildum og stefnu kaffihússins. Feel Iceland kollagenið er 100% íslenskt kollagen sem er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og rannsóknir hafa sýnt fram á að kollagen er gott fyrir liði og er einnig sérlega rakagefandi fyrir húðina. Á Norðurbakkanum er notað 5 grömm af kollageni í drykkinn og er þetta frábær leið til að byrja daginn á. Kaffihúsið Norðurbakkinn er rómað fyrir ljúffengar kræsingar, hlýlega stemningu og að vera bókakaffihús. Á Instagramsíðu kaffihússins má iðulega sjá myndir af freistandi bakkelsi og hnallþórum sem kitla bragðlaukana.