Heimili
Fimmtudagur 31. október 2019
Heimili

Uppskrift: gómsæt lúðusúpa sem albert eiríksson sælkeri með meiru elskar

Þegar fer að kólna og vetur gengur í garð finnst mörgum gott að fá sér heitar og matarmiklar súpur. Sjöfn Þórðar hafði samband við Albert Eiríksson sælkera og matarbloggara með meiru sem heldur úti hinni vinsælu matarbloggsíðu alberteldar.com og fékk hann til deila með okkur uppskrift sinni af uppáhaldssúpu „Lúðusúpu“ og sögunni bak við hana.
Heimili

Hrekkjavakan er æviforn og hefur þróast í áranna rás

Í dag, fimmtudaginn 31.október er hrekkjavakan haldin hátíðleg víða um heim. Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Færst hefur í vöxt að haldin séu hrekkjavökumatarboð og partý þar sem öllu er tjaldað til á mörgum íslenskum heimilum. Ungir sem aldnir klæðast grimmlegum grímubúningum og sníkja sælgæti út um allan bæ. Það má segja að siðurinn hafi borist hingað frá Bandaríkjunum, en staðreyndin er sú að hátíðin á sér miklu eldri rætur erlendis sem og hér á landi.
Miðvikudagur 30. október 2019
Heimili

Sjáðu myndirnar: geggjaðar hugmyndir fyrir hrekkjavökupartýið

Berglind Hreiðars matar- og kökubloggari með meiru heldur áfram að töfra fram tryllingslega flottar veislur og er hér með geggjaðar hugmyndir fyrir Hrekkjavökupartýið.
Þriðjudagur 29. október 2019
Heimili

Tólf leiðir til þess að nýta örbylgjuofninn betur

Ef þú átt örbylgjuofn á heimilinu þá getur verið gott að vita að þeir eru til margra hluta nytsamlegir og geta gert margt annað en að hita afganga gærdagsins.
Heimili

Uppskrift: leyndarmálinu bak við bragðbestu brauðtertuna ljóstrað upp – hamingjutertan

Í þættinum Fasteignir og heimili fór Sjöfn Þórðar í heimsókn til Sólrúnar Sigurðardóttur matgæðings með meiru í fallega eldhúsið á heimili hennar og fékk að fylgjast með brauðtertugerð. Sólrún bar sigur úr býtum í brauðtertukeppni menningarnætur Reykjavíkur í ágúst síðastliðinum fyrir bragðbestu brauðtertuna, Hamingjutertuna. Sjöfn fékk Sólrúnu til ljóstra upp uppskriftinni af Hamingjutertunni og hér er hún komin.
Mánudagur 28. október 2019
Heimili

Góð ráð þegar kemur að hönnun eldhúsa eru mikilvæg enda eru eldhúsin orðin helsti staður fjölskyldunnar – þar sem hjarta heimilisins slær

Margt ber að hafa í huga þegar eldhús er innréttað, hvort sem það er verið er að gera upp gamalt eldhús eða innrétta í fyrsta skipti í nýju húsnæði. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera það að okkar. Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi Berndsen innanhússarkitekt á vinnustofuna og fær góð ráð fyrir hönnun á eldhúsi.
Heimili

Hamingjutertan heillaði dómnefndina upp úr skónum og fékk 1. verðlaun

Matgæðingurinn Sólrún Sigurðardóttir bar sigur úr býtum fyrir bragðbestu brauðtertuna í brauðtertukeppni menningarnætur Reykjavíkur í ágúst síðastliðinn. Sjöfn Þórðar heimsækir Sólrúnu heim í fallega eldhúsið og fær að heyra söguna bak við tilurð á áhuga Sólrúnar á brauðtertugerð og galdurinn við að gera guðdómalega ljúffenga rækjubrauðtertu.
Heimili

Þessa hluti verður þú að þrífa betur: sjáðu listann!

Það eru þó nokkrir hlutir sem eiga það til að gleymast þegar kemur að heimilisþrifunum. Þeir hlutir eru margir hverjir jafn mikilvægir, ef ekki mikilvægari heldur en þeir sem við þrífum reglulega. Bakteríur nefnilega elska þannig staði og setjast gjarnan að þar.
Sunnudagur 27. október 2019
Heimili

Uppskrift: heita súkkulaði hennar berglindar hreiðars yljar á köldum vetrardögum og súkkulaðibragðið er ómótstæðilegt

Á dögunum kom út bókinni „Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum“ þar sem sex matgæðingar og sælkerar í íslenska matarbloggaraheiminum leiða saman hesta sína með einstakri útkomum. Um er að ræða samansafn af vinsælustu uppskriftum matar- og sælkerabloggarana sem eru hinar fjölbreyttustu og kitla bragðlaukana. Bloggarnir sem um ræðir eru þær Anna Eiríks, Berglind Hreiðars, Hildur Rut Ingimars, Lólý, María Gomez og Tinna Alavis. Hér eru saman komnar einna færustu og hugmyndaríkustu matar- og sælkerabloggara sem við eigum og útkoman eftir því. Í tilefni þess ætlar að Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona og sælkeri að heimsækja þær allar og fá þær til ljóstra upp sínum uppáhalds vetrarrétti og segja frá sögunni bak við hann. Sjöfn er búin að heimsækja Maríu Gomez en næst í röðinni er Berglind Hreiðars matarbloggari- og kökubloggari með meiru.
Laugardagur 26. október 2019
Heimili

Vissir þú þetta um ger?

Ger er lífrænt lyftiefni og hefur verið notað í elstu matargerð heimsins sem er brauðgerð. Mjölið var hrært með vatni og látið gerjast eða súrna. Nefnist sú gerjun mjólkursýru- og ediksgerjun. Þessa gerjun þekkta Babýlóníumenn og Egyptar og fleiri þjóðir. Brauðgerð nær svo langt aftur að tala var um sýrð og ósýrð brauð í annarri Mósesbók. Frumstæð var elsta brauðgerðin, hún var úr lífrænum efnum sem líkamanum eru nauðsynleg. Seinna var farið að framleiða sérstaka gersveppi til að gerja með brauðið. Það sem um ræðir, þessir lifandi gersveppir eru einfrumungar sem starfa og skipta sér aðeins við ákveðnar kjöraðstæður. Þær aðstæður sem þurfa að vera til staðar eru raki, ylur, næring og loft. Til eru þrjár tegundir gersveppa, pressuger, ölger og þurrger.Pressuger er grágulleitt, deigkennt og jafnrakt. Hæt er að fá pressuger í misstórum stykkjum og umbúðum. Geymsluþol pressugers er takmarkað og því er best að kaupa lítið af því í einu. Pressugeri geymist í 3-4 vikur í kæliskáp við 2-4°C. Nauðsynlegt er að hafa pressugerið í góðum umbúðum til að tryggja gæðin. Það má frysta pressuger. Efni í pressugers eru vatn, hvíta, kolvetni, B-fjörvi og örlítil fita og sölt.Þurrger er þurrkað pressuger og er gjarnan selt í dósum en einnig í litlum pökkum. Einn pakki af pressugeri jafngildir 10 g af pressugeri. Þurrgerið er sett út í ylvolgan vökvann og látið óhreyft í nokkrar mínútur, um það bil 3 til 5 mínútur eða þar til gerið er uppleyst. Gott að hafa í huga við brauðbaksturinn.
Heimili

Álögur á fasteignaeigendur halda áfram að hækka

Á fundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Hús­eig­enda­fé­lagsins og Lands­sam­bands eldri borg­ara var lýst yfir megnri óánægju yfir mikl­um yf­ir­vof­andi og þegar orðnum álög­um á fast­eign­ir í formi fast­eigna­skatts, fast­eigna­gjalda og annarra gjalda, sem lögð eru á fast­eigna­eig­end­ur á grund­velli fast­eigna­mats. Álykt­un um fast­eigna­gjöld var kynnt á fundi sam­tak­anna um fast­eigna­gjöld í gær. Jafnframt kemur þar fram að stjórn­völd þurfi að grípa til taf­ar­lausra aðgerða til að stemma stigu við sjálf­virk­um hækk­un­um á slík­um gjöld­um og leita annarra, sann­gjarn­ari og hóf­legri leiða og aðferða en fast­eigna­mats til grund­vall­ar skatt­heimtu og álagn­ing­ar gjalda.
Heimili

Fyrsti dagur vetrar er í dag

Í dag er fyrsti vetrardagur; laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars og um leið fyrsti dagur vetrarmánaðarins Gormánaðar. Hinn fyrsti vetrardagur er einnig nefndur vetrarkoma. Það má með sanni segja að dagurinn beri nafn með rentu í dag en víða um land er kalt, snjókoma og él.Hver árstíð hefur sinn sjarma og margir fagna vetrinum þar sem árstíðinni fylgir kósitímabil á heimilinum. Tími kertanna, tíminn til að kveikja upp í arninum og eiga huggulegar samverustundir með fjölskyldunni. Matarvenjur breytast, lestur bóka eykst gjarnan á þessum tíma og svo er það undirbúningur jólanna. Allt hefur þetta sinn sjarma og gefur lífinu gildi. Gleðilegan vetrardag.