Heimili
Mánudagur 11. nóvember 2019
Heimili

Hanz finnst lang skemmtilegast í vinnunni og bíður spenntur eftir nýju verkefni á hverjum degi

Fyrsta og eina vottaða hundateymið á íslandi til mygluleitar hefur hafið störf hjá verkfræðistofunni Mannvit og hófst undirbúningur þess fyrir tveimur árum.
Heimili

Ekki markmiðið að vera stærstir heldur að vera bestir

Ísleifur Jónsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1921 og mun því fagna 100 ára afmæli eftir 2 ár, ef Guð leyfir, eins og Ísleifur segir réttilega í viðtalinu við Sjöfn Þórðar.
Laugardagur 9. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: Súkkulaði syndin ljúfa sem allir elska

Ef þú átt von á gestum og þig langar til að hitta í mark með heimsins bezta eftirrétti þá er Súkkulaði syndin ljúfa málið. Hún hittir ávallt í mark og gestirnir standa á öndinni yfir því hve ljúffeng hún er. Súkkulaði syndin er syndsamlega ljúffeng, þegar búið er að baka hana og hún er borin fram er þetta súkkulaði blönduð kaka með fljótandi súkkulaðimiðju sem rennur út þegar skorið er í kökuna. Mjög flott framreiðslan og bragðið ómótstæðilegt.Uppskriftin er fremur einföld og hægt er að gera blönduna fyrirfram, jafnvel einum, tveim dögum áður og geyma í ísskáp. Hins vegar er bökunartíminn mikið nákvæmisverk. Ef bökunartíminn er of stuttur er hætt við að kökurnar fari í sundur þegar þeim er hvolft úr forminu en ef hann er tveim til þrem mínútum of langur verður miðjan ekki eins fljótandi og hún á að vera. Aftur á móti bragðast þær ávallt guðdómlega vel.

Fimmtudagur 7. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: trufluð pizza með kartöflum og trufflu aioli sem bræðir bragðlaukana

Hildur Rut er ein af okkar vinsælu matar- og sælkerabloggurum sem hefur verið að gera það gott síðastliðin ár. Hildur Rut gaf meðal annars út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin árið 2016 sem naut mikill vinsælda lesenda. Henni er margt til lista lagt og hefur Hildur Rut mjög gaman að því að baka og grillar pizzur með ýmsum samsetningum og nýta avókadó með margvíslegum hætti í matargerð.
Miðvikudagur 6. nóvember 2019
Heimili

Hundurinn fjóla er einstaklega klár - myndband

Anna María Ólafsdóttir og Heimir Jónsson eiga hana tveggja og hálfsárs gömlu Fjólu sem er virkilega klár gleðigjafi af tegundinni Jack Russel.
Þriðjudagur 5. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: ómótstæðilega ljúffengt brokkólípasta að hætti ítala sem þú verður að prófa

Lólý er mikill matgæðingur og nýtur sín bezt í eldhúsinu. Hún hefur einstaklega gaman að því að prófa sig áfram með nýja rétti og blómstrar þegar hún er komin á bragðið. „Fjölskyldan og vinirnir eru helstu tilraunadýrin hjá mér, en þau segjast öll hafa matarást á mér og segja aldrei nei þegar ég býð þeim að koma til mín í mat til að smakka á einhverju nýju og spennandi. Mér finnst alltaf gaman að gleðja fólk með góðum mat og ekkert gleður mig meira en að fá fjölskyldu og vini í mat og sjá bros á vör hjá þeim eftir hvern munnbita,“ segir Lólý og brosir sínu fallega brosi.
Heimili

Bezta sushi-ið á íslandi er á fiskmarkaðinum

Áhugavert er að sjá að Fiskmarkaðurinn, við Aðalstræti 12 í hjarta miðborgarinnar, ber af í sushigerð ár eftir ár hér á landi. Að mati tímaritsins The Reykjavík Grapevine, @rvikgrapevine, er bezta sushi-ið á Íslandi í ár, 2019 og árunum á undan, 2018, 2017 og 2016.
Mánudagur 4. nóvember 2019
Heimili

Staðsetning heimilisins við nesstofu hefur tilfinningalegt gildi fyrir eiginmanninn og gleður hjörtu þeirra hjóna alla daga

Fjóla G. Friðriksdóttir og eiginmaður hennar Haraldur Jóhannsson búa á einum fegursta staðnum á Seltjarnarnesinu þ.e. í túnfætinum við Vestursvæðin þar sem Nesstofa og Lyfjafræðasetrið standa í allri sinni dýrð. „Við hjónin njótum þess að sitja hér og horfa á sólina setjast út um þennan glugga sem er lifandi málverk alla daga,“ segir Fjóla og er hugfangin af því útsýni sem þau njóta alla daga.
Heimili

Full ástríðu og natni þegar það kemur að hefðum og siðum í matargerð

Það má með sanni segja að dönsku jólahlaðborðin og smurbrauðin hafi komið hingað til lands með Marentzu Poulsen, en Marentza hefur gjarnan verið kölluð smurbrauðsdrottning Íslands. Hún er þekktust fyrir að innleiða danskar matarhefðir inn í matarmenningu landsins. Sjöfn Þórðar heimsækir Marentzu á Klambrar Bistro sem er staðsettur er á Kjarvalsstöðum en staðinn rekur Marentza auk þess sem hún rekur Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardalnum.