Heimili
Þriðjudagur 8. mars 2022
Forsíða

Hulunni svipt af sumarsamloku Lemon í ár

Nú styttist óðum í að Lemon bjóði upp á nýja holla samloku sem þróuð var í samstarfi við Sjöfn Þórðar matgæðing og þáttastjórnanda þáttarins Matur & heimili á Hringbraut.

Forsíða

Leyni eftirrétturinn hennar Valgerðar sem heillaði Sjöfn upp úr skónum

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og lífskúnstner býður Sjöfn Þórðar heim í forréttaveislu í þættinum Matur og heimili í kvöld. Valgerður nýtur þess að fá góða vini í mat og segist oft ekki hafa langan tíma til að galdra eitthvað guðdómlegt fram

Þriðjudagur 1. mars 2022
Forsíða

Matarástríðan tengdi fjölskyldurnar saman

Í þættinum Matur og heimili í kvöld fáum við að kynnast íranskri matarhefð og menningu eins og hún gerist best. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs kynntist nýrri matarmenningu eftir að ung írönsk hjón leigðu íbúðina á jarðhæðinni hjá henni. Karen segir að matarástríðan hafi tengt þau saman í orðsins fyllstu merkingu.

Þriðjudagur 22. febrúar 2022
Forsíða

Eldhúsdrottningin fullkomnar baunasúpuna fyrir sprengidag

Í tilefni þess að framundan er Sprengidagur og hefð er fyrir því að elda matarmikla og ljúffenga baunasúpu, saltkjöt og baunir – túkall, heimsækir Sjöfn Þórðar, Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann hjá LEX í eldhúsið hennar þar sem Kristín ætlar að elda sína uppáhalds baunasúpu.

Forsíða

Uppáhalds fyllingarnar í bollurnar hennar Elenoru

Bolludagurinn í nánd og margir taka forskot á sæluna og eru byrjaðir að baka og raða í sig bollum. Heimatilbúnar bollur eru ávallt vinsælar og margir eiga sína uppáhalds bolluuppskrift og fyllingu. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld kemur Elenora Rós Georgsdóttir bakari og metsöluhöfundur í heimsókn í eldhúsið til Sjafnar Þórðar.

Þriðjudagur 15. febrúar 2022
Forsíða

Ævintýralegt útsýni úr gömlu verbúðunum við Höfnina

Við Reykjavíkurhöfn er veitingastaðurinn Höfnin þar sem lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútímalegan búning og er fiskurinn í forgrunni. Í þættinum Matur og Heimili, heimsækir Sjöfn staðinn og hittir Brynjar Eymundsson matreiðslumeistara og einn eiganda staðarins. Sjöfn fær að heyra um tilurð staðarins, sögu hússins og áherslurnar í matargerðinni sem er margrómuð.

Brynjar, eiginkona hans, Elsa, og fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og sál hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu sem beitningaskúrar, netageymslur og verbúðir fram yfir aldamótin síðustu.

Þriðjudagur 8. febrúar 2022
Forsíða

Splunkunýr veitingastaður opnar í Urriðaholtinu

Matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. Í Urriðaholtinu hefur opnað nýr og glæsilegur bar og veitingastaður, 212 – Bar & Bistró sem hugsaður er fyrir alla fjölskylduna. Mæðgurnar Helga Ólafsson athafnakona og Katrín Ólafsson eiga og reka staðinn ásamt Jóni Bjarna og Fannari.

Forsíða

Rísandi sjónvarpsstjarna sem elskar plötuhornið

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Kolbrúnu Maríu heim í nýju fallegu íbúðina þeirra Arnórs sem staðsett í nýja hverfinu, Hlíðinni við Valsheimilið á Hlíðarenda. Það er stór áfangi þegar fjárfest er í fyrstu eigninni og mikil upplifun að sjá unga fólkið koma sér fyrir og rugla saman reitum. Þau hafa komið sér vel fyrir og á heimili þeirra er hlýleikinn og persónulegur stíll þeirra í forgrunni. Litirnir á veggjunum eru með rómantísku ívafi og fanga augað.

Þriðjudagur 1. febrúar 2022
Forsíða

Draumur Jóa Fel verður að veruleika

Jóhannes Felixson, hinn landskunni bakari og sælkeri með meiru, sem alla jafna er kallaður Jói Fel, hefur ekki gert neitt annað frá því að hann man eftir sér en að baka og elda. Ástríða Jóa er bakstur og eldamennska og í eldhúsinu líður honum best. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Jóa Fel í Listhúsið við Engjateig þar sem Jói stendur í ströngu og er að undirbúa opnun á nýjum veitingastað.

Forsíða

Rómantískt og fallegt heimili í náttúruparadís

Á Suðurlandi í útjaðri við Selfoss í fallegu einbýlishúsi býr María Auður Steingrímsdóttir fagurkeri og stórfjölskyldumóðir ásamt fjölskyldu sinni. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn Þórðar Maríu í sveitina og innsýn í heimilisstíl hennar og lífið í sveitinni. María hannaði og teiknaði húsið sjálf í samráði við arkitekt með glæsilegri útkomu og má segja að heimilisstíll hennar sé sambland af rómantískum sveitastíl og ítölskum stíl.