Heimili
Þriðjudagur 26. nóvember 2019
Heimili

Falleg tímalaus hönnun á barnaleikföngum sem heilla og fanga augað – gjöf sem gleður

Þessi fallegu handgerðu barnaleikföng fást hjá Hnyðju og eru íslenskt handverk. Þetta eru gamaldags dúkkuvagnar, vöggur og vörubílar eins og í gamla daga og eru algjör nostalgía.

Heimili

Uppskrift: ilmurinn af jólunum kemur með engiferkökunum hennar ömmu fríðu

Það styttist óðum í aðventuna sem er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum.
Mánudagur 25. nóvember 2019
Heimili

Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og vanmetin – við getum einfaldað þetta til muna

Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið Eignaumsjón í þættinum í kvöld sem er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem sérhæfir sig í rekstri fjöleignahúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga hér á landi. Eignaumsjón er brautryðjandi í þessari þjónustu sem fer ört vaxandi dag frá degi. Sjöfn hittir þau Pál Ármann og Ágústu Katrínu og fær innsýn í starfsemi fyrirtæksins og hvað felst í þeirri þjónustu sem er í boði fyrir húseigendur.
Heimili

Fágað og stílhreint á jólunum, meira glamúr og glimmer á áramótunum

Það styttist óðum í aðventuna og jólahátíðin er skammt undan. Í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar, Elvu Hrund Ágústsdóttur stíllista, í lífsstílsverzlunina Fakó þar sem hún ætlar að dekka fyrir upp hátíðarborð fyrir jóla- og áramótamatarboðin. Elva sýnir okkur góðar hugmyndir fyrir umgjörð borðhaldsins sem framundan er. „Borðið fyrir jólin er hátíðlegt, fágað og stílhreint en þegar kemur að áramótunum leyfum við okkur meira. Þá er meira um glimmer og glamúr og borðhald frjálsar,“ segir Elva og veit fátt skemmtilegra en að dekka hátíðarborð. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
Sunnudagur 24. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: guðdómlegu kaliforníu smákökurnar sem bráðna í munni að hætti Írisar Ann

Það styttist óðum í aðventuna sem er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti Íris Ann Sigurðardóttur, ljósmyndara og annan af eigendum veitingastaðarins The Cooco´s Nest og blóma- og kaffibarsins Luna Flórens og bað hana um að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna. Jafnframt fékk Sjöfn, Íris Ann til að gefa upp uppskriftina af sínum uppáhalds smákökum sem hún bakar í aðventunni.

Föstudagur 22. nóvember 2019
Heimili

Kjartan hjá omnom elskar þessar litlu jóla madeleines sem eru komnar í hátíðarbúning að hans hætti

Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti Kjartan Gíslason kokk, annan af stofnendum súkkulaðigerðarinnar Omnom og eiganda og bað hann um að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna. Jafnframt fékk Sjöfn Kjartan til að ljóstra hulunni af sinni uppáhalds köku sem hann bakar í aðventunni. Kjartan er kokkur og einstaklega laginn við bakstur, hann bakar og eldar af ástríðu og nýtur þess að finna ný og spennandi brögð sem gleðja bragðlaukana og matarástarhjartað.
Mánudagur 18. nóvember 2019
Heimili

Klassískir litir eins og rautt og gyllt ávallt vinsælir hjá íslendingum í aðventunni

Aðventan er handan við hornið og margir farnir að huga að því að setja upp aðventuna. Sjöfn Þórðar heimsækir Hrafnhildi Þorleifsdóttur blómaskreytir heim og fær innsýn það sem er í heitast í dag þegar kemur að lita- og efnisvali í aðventuskreytingarnar í ár. Einnig mun Hrafnhildur sýna nokkur góð trix við gerð hurða- og gluggakransa sem hægt er að föndra með einföldum hætti.
Heimili

Í reisulegu og fallegu húsi við Sólvallagötu 12 fer fram einstök kennsla þar sem heimilið er í forgrunni

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hefur verið starfandi frá árinu 1942 í einu fallegasta húsi borgarinnar, við Sólvallagötu 12. Síðastliðin rúm tuttugu ár hefur Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir verið skólameistari skólans og vinnur störf sín að hjartans list. Hún nýtur þess að halda gömlum, góðum íslenskum siðum og hefðum á lofti, hvort sem það í matreiðslu, næringarfræði, handverksgreinum eða hvaðeina sem tengist heimilishaldi. Sjöfn Þórðar heimsækir Margréti í skólann og fær innsýn í húsakynni og starfssemi skólans.

Laugardagur 16. nóvember 2019
Heimili

Kaja ljóstrar upp leyndarmálinu: „hér kemur uppskriftin gómsæta og aðferðin“ - ómótstæðilegi holli aramant bitinn

Á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar Matarbúr Kaju á Akranesi. Matarbúr Kaju er heild­sala, versl­un og líf­rænt kaffi­hús sem hef­ur að geyma marg­ar þær bestu kök­ur og kræs­ing­ar sem finn­ast hér á landi. Karen Jónsdóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er kon­an á bak við þetta allt sam­an . Hennar regl­a er ein­föld þegar kemur að vöruvali: all­ar vör­ur eru líf­ræn­ar, um­hverf­i­s­væn­ar og gæðin í há­marki. Kaja trú­ir því staðfast­lega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap að leiðarljósi stofnaði hún Kaja Org­anic, Mat­ar­búr Kaju og Café Kaju sem blómstr­ar á Skag­an­um og gleður líkama og sál. Sjöfn fékk Kaju til að segja okkur frá einum af sínum uppáhalds holla bita og um leið frá uppskriftinni bak við hann.
Heimili

Til hamingju með daginn, dag íslenskrar tungu

Dagur íslenskra tungu er í dag og er víða haldinn hátíðlegur. Íslensk tunga er arleifð okkar Íslendinga og vert er að halda henni á lofti og huga að næstu kynslóðum.
Heimili

Vissir þú þetta um vanillu?

anilla er undraefni og eitt hið alvinsælasta bragðefni í eftirréttum, kökum, drykkjum og víða notuð í annars konar matargerð. Einnig er hún mest notaða ilmefnið í snyrtivörur, ilmvötn og kerti svo dæmi séu tekin. Vanilla er ótrúlega öflug og kemur víða við. Hér gefur að líta nokkrar staðreyndir um vanillu og góð ráð hvernig má nýta vanillu.