Íslenskt handverk er falleg gjöf um jólin
Jólatréð breytist í eldhaf á nokkrum augnablikum: Sjáðu myndbandið
Myndskeið sem var framleitt í eldvarnarátaki ytra hefur áður ratað í fjölmiðla en er alltaf góð áminning og sérstaklega á þessum tíma árs. Það sýnir hve hratt jólatré getur fuðrað upp og því mikilvægt að minna fólk á að hafa slökkt á jólaseríum sem staðsettar eru á jólatrjám ef farið er að heiman.
Rjúpa og hreindýr á jólamatseðlinum með ómótstæðilega ljúffengu meðlæti sem gleður bragðlaukana sem auðvelt er að elda
Fann sína fyrstu draumaeign við leifsgötuna þar sem hallgrímskirkja skartar sínu fegursta efst á skólavörðuholtinu
Fann sína fyrstu draumaeign við Leifsgötuna þar sem Hallgrímskirkja skartar sínu fegursta efst á Skólavörðuholtinu
Það er ávallt stórt skref að kaupa sínu fyrstu eign enda stærsta fjárfesting í lífi flestra einstaklinga. Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona keypti sína fyrstu eign á Leifsgötunni alls ekki fyrir löngu. Sjöfn Þórðar heimsækir Völu Kristínu og fær að kynnast heimilistíl hennar og kærastans, Birkis Blæs Ingólfssonar og Olivers, litla hundinum þeirra sem nýtur sín í botn í fallega hreiðrinu þeirra. „Um leið og ég kom inn í þessa íbúð, fann ég það strax að þessa eign ætlaði ég að eignast,“ segir Vala Kristín og er einstaklega ánægð með heimilið sitt og kærastans. Völu Kristínu er margt til lista lagt, hún er ekki bara bráðskemmtileg og góð leikkona heldur listræn í höndunum líka. Meira um það í þættinum í kvöld.
Missið ekki af áhugaverðu innliti til Völu Kristínar í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.
Uppskrift: frönsku flórentínurnar með möndlum, karamellu og súkkulaði bræða sælkerahjörtu og eiginmaðurinn elskar gústu súkkulaðibitakökurnar
Uppskrift: piparmyntu ljóskurnar hennar maríu gomez með hvíta súkkulaðinu gerast ekki jólalegri
Fjögurra barna móðir á tæplega 15 þúsund krónur til þess að lifa af hvern mánuð: „Dugar ekki einu sinni fyrir nauðsynjum“
„Ég er öryrki sem ákvað að fara á vinnumarkaðinn árið 2017 – 2018 og hreinlega vann yfir mig. Ég skilaði tekjuáætlunum með rúmum tekjum reglulega en samt sem áður kom ég út í rúmri milljón í skuld bæði árin.“