Heimili
Fimmtudagur 5. desember 2019
Heimili

Íslenskt handverk er falleg gjöf um jólin

Þessi fallegu handgerðu, hvítu jólatré fást hjá Hnyðju Þau eru einstaklega fallegt vetrar- og jólaskraut, stílhrein og tímalaus. Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía – það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.
Þriðjudagur 3. desember 2019
Heimili

Jólatréð breytist í eldhaf á nokkrum augnablikum: Sjáðu myndbandið

Myndskeið sem var framleitt í eldvarnarátaki ytra hefur áður ratað í fjölmiðla en er alltaf góð áminning og sérstaklega á þessum tíma árs. Það sýnir hve hratt jólatré getur fuðrað upp og því mikilvægt að minna fólk á að hafa slökkt á jólaseríum sem staðsettar eru á jólatrjám ef farið er að heiman.

Mánudagur 2. desember 2019
Heimili

Rjúpa og hreindýr á jólamatseðlinum með ómótstæðilega ljúffengu meðlæti sem gleður bragðlaukana sem auðvelt er að elda

Aðventan er gengin í garð og margir farnir að huga að jólamatnum. Sumum finnst erfitt að velja hvað á að vera í jólamatinn meðan aðrir halda fast í jólamatarhefðir í áranna rás. Sjöfn Þórðar heimsækir Hrefnu Sætran á heimili hennar í Skerjafirðinum að þessu tilefni og fær hana til að töfra fram ljúffengan jólamat sem einfalt er að elda með smá vandvirkni og natni. Hrefna segir að algengt sé að hún sé spurð um uppskriftir af góðri sósu sem passi með fleiri en einni tegund af villibráð, því nú á dögum þurfi fjölskyldur gjarnan að hafa fleiri en eina tegund á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Tímarnir hafa breyst og fólk sé líka meira til í að breyta út af föstum hefðum og prófa nýja rétti. Í kvöld ætlar Hrefna Sætran að elda rjúpu og hreindýr og meðlæti sem passar vel með hvoru tveggja. Einnig töfrar hún fram ómótstæðilega sósu sem kitlar bragðlaukana og gleður alla matgæðinga. Missið ekki af Hrefnu Sætran elda jólamatinn í kvöld.
Heimili

Fann sína fyrstu draumaeign við leifsgötuna þar sem hallgrímskirkja skartar sínu fegursta efst á skólavörðuholtinu

Það er ávallt stórt skref að kaupa sínu fyrstu eign enda stærsta fjárfesting í lífi flestra einstaklinga. Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona keypti sína fyrstu eign á Leifsgötunni alls ekki fyrir löngu. Sjöfn Þórðar heimsækir Völu Kristínu og fær að kynnast heimilistíl hennar og kærastans, Birkis Blæs Ingólfssonar og Olivers, litla hundinum þeirra sem nýtur sín í botn í fallega hreiðrinu þeirra. „Um leið og ég kom inn í þessa íbúð, fann ég það strax að þessa eign ætlaði ég að eignast,“ segir Vala Kristín og er einstaklega ánægð með heimilið sitt og kærastans. Völu Kristínu er margt til lista lagt, hún er ekki bara bráðskemmtileg og góð leikkona heldur listræn í höndunum líka. Meira um það í þættinum í kvöld. Missið ekki af áhugaverðu innliti til Völu Kristínar í kvöld. Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.
Heimili

Fann sína fyrstu draumaeign við Leifsgötuna þar sem Hallgrímskirkja skartar sínu fegursta efst á Skólavörðuholtinu

Það er ávallt stórt skref að kaupa sínu fyrstu eign enda stærsta fjárfesting í lífi flestra einstaklinga. Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona keypti sína fyrstu eign á Leifsgötunni alls ekki fyrir löngu. Sjöfn Þórðar heimsækir Völu Kristínu og fær að kynnast heimilistíl hennar og kærastans, Birkis Blæs Ingólfssonar og Olivers, litla hundinum þeirra sem nýtur sín í botn í fallega hreiðrinu þeirra. „Um leið og ég kom inn í þessa íbúð, fann ég það strax að þessa eign ætlaði ég að eignast,“ segir Vala Kristín og er einstaklega ánægð með heimilið sitt og kærastans. Völu Kristínu er margt til lista lagt, hún er ekki bara bráðskemmtileg og góð leikkona heldur listræn í höndunum líka. Meira um það í þættinum í kvöld.
Missið ekki af áhugaverðu innliti til Völu Kristínar í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.

Laugardagur 30. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: frönsku flórentínurnar með möndlum, karamellu og súkkulaði bræða sælkerahjörtu og eiginmaðurinn elskar gústu súkkulaðibitakökurnar

Fyrsti í aðventu er um helgina og þá er lag að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum.
Fimmtudagur 28. nóvember 2019
Heimili

Uppskrift: piparmyntu ljóskurnar hennar maríu gomez með hvíta súkkulaðinu gerast ekki jólalegri

Fyrsti í aðventu er framundan um helgina og þá er lag að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti Maríu Gomez, matar- og sælkerabloggara með meiru og bað hana um að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna líkt og fleiri viðmælendur þessa dagana. María er mikill fagurkeri og allt sem hún gerir er fágað og fallegt. Hún er lista góður kokkur og líka góður bakari. Sjöfn fékk Maríu til að baka eina af sínum uppáhalds kökum sem hún bakar í aðventunni fyrir lesendur Hringbrautar og svipta hulunni af uppskriftinni um leið. María var ekki lengi að töfra fram jólalega og fallega köku sem bragð er af auk þess sem hún er einstaklega falleg í jólalitunum klassísku, rauðu og hvítu.
Miðvikudagur 27. nóvember 2019
Heimili

Fjögurra barna móðir á tæplega 15 þúsund krónur til þess að lifa af hvern mánuð: „Dugar ekki einu sinni fyrir nauðsynjum“

„Ég er öryrki sem ákvað að fara á vinnumarkaðinn árið 2017 – 2018 og hreinlega vann yfir mig. Ég skilaði tekjuáætlunum með rúmum tekjum reglulega en samt sem áður kom ég út í rúmri milljón í skuld bæði árin.“