Heimili
Föstudagur 20. desember 2019
Heimili

Íbúar í vesturbergi fengu áfallahjálp

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Vesturberg í Breiðholti í morgun. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.

Mánudagur 16. desember 2019
Heimili

Bauð börnunum uppá hamborgara- og náttfatapartý á aðfangadagskvöld við litlar undirtektir

Í kvöld verður jólaþáttur Fasteigna & Heimila og verður hann með hátíðarívafi. Matarhefðir og siðir heimilana um jólin verða í forgrunni. Sjöfn Þórðar fær til sín góða gesti sem munu ræða um jólahefðir og siði fyrr og nú.
Sunnudagur 15. desember 2019
Heimili

Uppskrift: enska jólakakan ljúfa sem bræðir alla bragðlauka með sínu einstaka bragði að hætti fríðu á norðurbakkanum

Þriðji í aðventu er runninn upp og þá er lag að halda áfram að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds og jafnvel baka uppáhalds kökuna eða prófa eitthvað nýtt. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er dásamlegur tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti Málfríði Gylfadóttur Blöndal, sem er eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði sem er bæði bóka- og kaffihús að bestu gerð. Sjöfn fékk Málfríði til að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna á hennar heimili. Málfríður, sem oftast er kölluð Fríða, er þekkt fyrir að baka dýrindis kökur, sem ávallt eru fagurlega skreytar. Kræsingarnar á kaffihúsinu bera þess sterk merki auk þess að vera þekkt fyrir fjölbreytni og halda í gamlar og góðar uppskriftir sem minna gjarnan á gamla tímann, sem er algjör nostagalía. Sjöfn fékk Fríðu jafnframt til að baka eina af sínum uppáhalds kökum sem tengist aðventunni og jólunum og svipta hulunni af uppskriftinni um leið. Enska jólakakan er ein af hennar uppáhalds og á sér langa sögu.
Föstudagur 13. desember 2019
Heimili

Svona nærðu kertavaxi úr dúkum

Nú er þessi árstími sem notkun á kertum er hvað mest og á kertavaxið til að leka í sparidúkana yfir hátíðarnar. Þá er nauðsyn að búa yfir töfraráði til að ná kertavaxinu úr. Byrja þarf á að ná sem mestu af vaxinu burt. Það er auðveldast með því að frysta eða kæla vaxblettinn og skafa sem mest af. Ef um litlaust vax er að ræða getur verið gott að leggja eldhúspappír yfir og strauja með volgu staujárni yfir. Ef vaxið er litað er betra að nota rauðspritt eða brennsluspritt til að ná blettinum úr eða jafnvel hreinsað bensín ef liturinn er sterkur. Kertavaxleifar leysast upp við 60° gráður hita og ef dúkurinn eða flíkin þolir þann hita er best að þvo hann strax eftir blettahreinsunina.
Heimili

Gerðu ástvinum þínum auðveldara fyrir að finna réttu gjöfina fyrir þig

Verslunin Mathilda býður uppá nýja þjónustu sem kærkomin í jólastússinu. Hægt er að skrá óska jólagjöfina á jólagjafalistann hjá þeim. Með því gerir þú ástvinum þínum auðveldara að finna réttu gjöfina fyrir þig. Þetta er ótrúlega skemmtileg nýjung sem mun svo sannarlega geta tryggt að hægt er hitta beint í mark með réttu jólagjöfinni með aðstoð stelpnana í Mathildu. Mathilda er hágæða tískuvöruverslun þar sem boðið er upp fjölbreytt úrval af fatnaði, skóm og fylgihlutum frá nokkrum tískuvörumerkjum. Þar má meðal annars nefna Sand Copenhagen, POLO by Ralph Lauren, Anine Bing, Emporio Armani og Rabens Saloner.
Þriðjudagur 10. desember 2019
Heimili

Uppskrift: Sörubakstur með Alberti Eiríkissyni sælkera og gleðigjafa

Í aðventunni er lag að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds og njóta. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, baka og líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti á dögunum Albert Eiríksson matar- og sælkerabloggara með meiru og fékk hann til að ljóstra upp leyndarmálinum sínu bak við Sörubaksturinn. Albert kann svo sannarlega að njóta og það er upplifun að fá að baka með honum þessar himnesku hátíðar Sörur sem bráðna í munni og setja svip sinn á veisluborð.„Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir,“ segir Albert og glottir. En við gerum undantekningu í þetta skiptið og förum gegnum alla ferlana og njótum þess að smakka um leið,“ segir Albert og brosir sínu breiðasta.

Mánudagur 9. desember 2019
Heimili

Mættur aftur þar sem hann byrjaði í faginu, reynslunni ríkari með eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins með allt til alls

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra. Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomum. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn, Kjartan Kristjánsson, sjóntækjafræðing og eiganda gleraugnaverslunarinnar Optical Studio sem nú er líka komin á Hafnartorgið en hann opnaði sína fyrstu gleraugnaverslun árið 1982 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kjartan segir meðal annars frá tilurð þess að hann stofnaði Optical Studio gleraugnaverslunina og frá þeirri þróun sem hefur orðið.
Heimili

Tískuvöruverslun á heimsklassa á sviði tísku þar sem viðskiptavinurinn er ávallt í forgrunni

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra. Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomum. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn, Tinnu Bergmann rekstrar- og verslunarstjóra tískuvöruverslunarinnar GK Reykjavík á Hafnartorginu sem er á heimsklassa á sviði tísku og viðskiptavinurinn nýtur fyrsta flokks þjónustu á persónulegum nótum. Tinna hefur unnið í tískubransanum í London í Luxury yfir tólf ár, bæði sem stíllisti og rekstrarstjóri. Hún kom heim með nýja vitneskju og sýn sem gefur nýja og áhugaverða upplifun þegar viðskiptavinir koma í heimsókn í GK Reykjavík. Þar er mikið lagt upp úr faglegri ráðgjöf og skemmtilegum uppákomum. Meira um það í þættinum í kvöld.
Heimili

Stórglæsileg húsakynni þar sem boðið er uppá nútímalegt starfsumhverfi og lausnir fyrir sameiginleg vinnusvæði

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra. Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomum. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn, Bergþóru Steinunni Stefánsdóttur svæðisstjóra Regus á Hafnartorginu og fær innsýn í starfsemi og húsakynnin sem í boði eru hjá Regus. Regus býður meðal annars uppá nútímalegt starfsumhverfi og lausnir fyrir sameiginleg vinnusvæði með góðri útkomu. Vert er einnig að minnast á það að Regus býr yfir stærsta þjónustuneti heims sem gefur aukin tækifæri til vaxtar fyrir fyrirtæki og þeirra sem nýta sér þjónustu Regus. Sjón er svo sannarlega söguríkari.
Heimili

Fjölbreytni í fatnaði og tískuvörumerkjum bæði fyrir konur og menn þar sem hjartað slær í miðborginni

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra. Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomu. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn tískuvörusverslunina Collections og spjallar við Heimi um nýju staðsetninguna, væntingarnar og það sem verslunin hefur uppá að bjóða. Collections býður uppá fjölda þekktra tískuvörumerkja sem hafa haslað sér völl um allan heim og það má með sanni segja að staðsetningin á Hafnartorgi setji punktinn yfir i-ð fyrir verslunina og viðskiptavini.