Íbúar í vesturbergi fengu áfallahjálp
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Vesturberg í Breiðholti í morgun. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
Bauð börnunum uppá hamborgara- og náttfatapartý á aðfangadagskvöld við litlar undirtektir
Uppskrift: enska jólakakan ljúfa sem bræðir alla bragðlauka með sínu einstaka bragði að hætti fríðu á norðurbakkanum
Svona nærðu kertavaxi úr dúkum
Gerðu ástvinum þínum auðveldara fyrir að finna réttu gjöfina fyrir þig
Uppskrift: Sörubakstur með Alberti Eiríkissyni sælkera og gleðigjafa
Í aðventunni er lag að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds og njóta. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, baka og líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti á dögunum Albert Eiríksson matar- og sælkerabloggara með meiru og fékk hann til að ljóstra upp leyndarmálinum sínu bak við Sörubaksturinn. Albert kann svo sannarlega að njóta og það er upplifun að fá að baka með honum þessar himnesku hátíðar Sörur sem bráðna í munni og setja svip sinn á veisluborð.„Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir,“ segir Albert og glottir. En við gerum undantekningu í þetta skiptið og förum gegnum alla ferlana og njótum þess að smakka um leið,“ segir Albert og brosir sínu breiðasta.